Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, október 16, 2004

Óákveðni eða bara menningarlegar

Ég fór í gær með Hörpu Birnu og Tóta til Hanne að horfa á Idolið. Eftir að það var búið ákváðum við að kíkja á Ali í fótboltaspilið eftir erfiða og langa ákvörðun en svo var það barasta bilað. Við vorum frekar svekt og fórum aðeins að rúnta og við það hækkaði meðal aldurinn á rúntinum um sennilega 5 ár. Gáfust fljótlega upp og vissum á ekkert hvað við áttum að gera. Okkur datt í hug að:
- fá okkur 1-2 öl og jafnvel horfa á e-ð fyndið.
- spjalla saman heima hjá Hanne og drekka 1-2 öl og fara svo niður í bæ.
- spjalla saman heima hjá Hörpu og drekka 1-2 öl og fara svo niður í bæ.
- fara á Sveitta og fá okkur 1-2 öl.
- hætta við að fá okkur öl og fara bara heim að sofa.
- fara á kaffihús og fá okkur kakó eða 1 öl. Ákvörðunin var svo sú að við fórum niður í bæ og kíktum á Amor á trúbadorinn sem er alltaf á Celtic en þar var svo mikill hávaði að við ákváðum að fara á Sveitta og fá okkur kakóbolla og svo heim að sofa. Frekar öðruvísi stemmari að vera með kakóbolla á Sveitta á föstudagskvöldi í stað þess að vera að sulla í öli. Skemmtileg tilbreyting.

föstudagur, október 15, 2004

Dorgveiði

Þá er komið að hinni árlegu dorgveiðikeppni sjávarútvegsdeildarinnar. Við Thelma kepptum í fyrra og vorum með frumlegasta veiðarfærið en þar sem við vorum ekki í sjávarútvegsdeild þá gátum við ekki unnið. Veiðarfærið sem við vorum með var búið til úr spýtum úr Húsó sem við máluðum svo í mjög fallegum litum. T.d. setti ég glimmer á mína veiðistöng og svo settum við úrklippur úr klámblaði á stöngina líka þar sem það voru karlmenn í dómnefnd. Beitan var svo myndir af okkur plastaðar inn og önglar við hverja mynd. Ekki slæm aðferð til að trekkja að fiskana. Þar sem ég er enn bitur yfir því að hafa ekki unnið í fyrra ætla ég ekki að taka þátt í ár en mæti samt á svæðið til að minna á biturleika minn ; )

fimmtudagur, október 14, 2004

Dúddi

Ég var að syngja nokkur lög í dag með Eygló frænku minni sem er 5 ára. Eygló byrjaði svo að syngja Siggi fór í bæinn og Siggi fór í búð, Siggi sat á torginu og var að borða snúð þá kom löggimann og hirti hann og stakk honum beint oní rassvasann. Ég hef verið svolítið að velta þessum texta fyrir mér. Þegar ég lærði þetta lag var það Dúddi en ekki Siggi. Svo hef ég líka spurt mig hvort það sé Siggi eða snúðurinn sem löggimann hirti. Eygló var með svör við þessu. Hún sagði að löggimann hirti þá báða og setti Sigga í hraunið og át svo snúðinn.

Þegar ég var á leiðinni heim úr skólanum í gær stoppaði mig maður sem var mjög líklega e-ð geðfatlaður. Ég stoppaði og talaði við hann sennilega í 10 mín um lífið og tilveruna og bara snilld. Ekki á hverjum degi sem maður talar við e-n ókunnugan um hin ýmsu mál.

þriðjudagur, október 12, 2004

Skólinn og gula

Þá er blessaður skólinn kominn á fullt. Hann byrjaði í gær og í dag skilaði ég skilaði fyrsta verkefninu af 14 á þessari önn. Þannig að það verður nóg að gera hjá manni. Fór líka á blakæfingu í gær með KA sem var frekar slöpp æfing miðað við hvað maður er búinn að vera að taka á því með HK. Rússinn sem á að þjálfa okkur lagðist víst inn á sjúkrahús í Rússlandi með gulu og kemur víst ekki alveg strax en konan hans kemur á æfingu á mánudaginn. Gaman að fá fleiri rússnesku talandi leikmenn í liðið.