Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

sunnudagur, október 02, 2005

Haustmót og afslöppun

Við vorum að keppa í dag á hausmóti og ég var bara alveg að fíla mig í HK búningnum bæði á kanntinum og á miðjunni. Unnum alla leikina okkar 2-0 og þar með mótið. Þannig að það má segja að þetta hafi verið góð byrjun hjá okkur. Vona bara að þetta sé fyrsti sigurinn af þremur í vetur ; )
Annars er helgin búin að vera róleg og góð. Við hittumst nokkrar stelpurnar úr bekknum og horfðum saman á Idolið, þvílík snilld sem þessi þáttur var og gaurinn sem vildi ekki komast áfram, ég held pottþétt með honum. Laugardagurinn var líka tekinn rólega horft á TV og slappað af. Ég elska svona helgar þar sem maður liggur bara með tærnar upp í loftið.