Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, maí 29, 2006

Daddara

Það er orðið svo stutt í að við flytjum og ég orðin svo spennt að ég er næstum því hætt að sofa á næturna. Næstum allt dótið að vera komið í kassa og klárt í flutninga. Við erum búin að fá fullt af fólki sem ætlar að hjálpa okkur að flytja þannig að við verðum ekki lengi að hendast með þetta allt upp á 4. hæð. Mamma og pabbi koma svo á föstudaginn og stoppa í viku og á meðan verður íbúðin tekin í gegn, máluð og baðherbergið endurnýjað. Erum búin að vera að skoða flísar á baðherbergið, wc, bað, vask og sem betur fer þá virðumst við vera með mjög svipaðan smekk hvað það allt varðar.
Ég veit ekki hvenær við náum að halda innflutningspartý, mögulega eftir að við komum að utan. Betra er seint en aldrei, ekki satt??
Birna þú heldur áfram að vinna í þessu með ferðina..............