Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, mars 29, 2007

Páskafrí og orlof

Nú styttist óðum í páskafrí og líka í að ég hætti að vinna. Ég er búin að ákveða að síðasti vinnudagurinn verði föstudagurinn 13. apríl sem hlýtur að vera happa.

Svo er bara mánuður í áætlaðan komudag kraftaverksins okkar. Síðasta skoðun kom flott út og krílið búið að skorða sig. Núna teljum við bara dagana niður og erum að verða ansi spennt að fá krílið okkar í heiminn.

Svo er nóg að gera um helgina. Brúðkaup og árshátíð á laugardaginn og ferming á sunnudaginn. Gömlu eru að koma suður og það verður ráðist í e-ar framkvæmdir í íbúðinni okkar, stækka rafmagnið o.fl.