Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, maí 25, 2006

Portugal

Haldið þið ekki að ég sé að fara til Portugal 13.-20. júní. Þetta var bara ákveðið á 10 sek, hringdi í bossinn til að breyta sumarfríinu mínu og þar með var það ákveðið. Er að fara með Grjóna, Heiðu frænku hans og einum strák af fjölskylduheimilinu. Það verður æðislegt að komast í frí eftir að hafa flutt og tekið íbúðina í gegn. Liggja á ströndinni og þurfa ekki að spá í neitt.

mánudagur, maí 22, 2006

We are the winners!!

Æðislegt að komast áfram úr riðlinum og að hafa unnið mótið. Svo er ég náttúrulega mjög ánægð með það að hafa verið valin leikmaður mótsins, most valuable player. Loksins vann íslenska kvennalandsliðið í blaki mót. Get fullyrt það að það hefur aldrei gerst áður. Við vorum líka með mjög sterkt lið. Þetta var mjög vel heppnað mót og vel staðið að því í alla staði. Fengum góðan undirbúning, fullt af æfingum, æfingaferð til Englands og ómetanlegan stuðning frá BLÍ. Framundan er svo vonandi æfingaleikir við nígeríska landsliðið í júlí en þær eru æstar í að koma á klakann. Á næsta ári eru svo úrslitin í Evrópumótinu og Smáþjóðleikar svo það verður nóg að gera.
Í gærkvöldi var svo "gala" dinner þar sem öll liðin nema íslenska liðið voru á perunni, svona eru þessir útlendingar.