Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, apríl 17, 2004

Biblían

Þar sem sjónvarpsdagskrá gærkvöldsins var með leiðinlegra móti ákvað ég að lesa aðeins í skáldsögu sem er búin að lifa í mörg þúsund ár. Ég verða að segja að ég sá ekki ljósið. Mér finnst guð ekki hafa verið neitt voðalega skynsamur þar sem hann skapaði manninn bæði góðan og illan. Svo hélt hann að hann gæti losnað við allt þetta illa í manninum með því að drekkja honum í flóðinu og lét Nóa og fjölskyldu fara um borð í örkina ásamt slatta af dýrum. Viðurstyggð þar sem fjölskyldan átti að sjá um að fjölga mannkyninu, hvað er það annað en sifjaspell? Svo var reyndar dálítið annað sem mér fannst furðulegt en það var það að höggormurinn í Eden gat talað við Evu. Hafa dýr alltaf geta talað? Ég hélt að það væri bara hjátrú allavega hér á Íslandi að beljurnar geta talað einu sinni á ári en bara þegar maðurinn heyrir ekki til. Minnir að þetta sé á jónsmessu.

Dagurinn í dag fer í lærdóm og morgundagurinn líka. Ég ætla reyndar aðeins að brjóta morgundaginn upp þar sem KA-dagurinn verður haldinn hátíðlegur með kökum, happdrætti og íþóttamanni 2003. Alltaf gaman að mæta þangað sem maður getur fengið e-ð frítt að borða.

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Sokkar í sundi

Ég fór í sund áðan og þegar ég var að skola af mér klórinn í sturtunni var þar eldri kona sem var að fara í sund. Ég sá að það var sokkur á gólfinu undir sturtunni hennar og ég bjóst e-n veginn við að hún hefði óvart tekið hann með sér en svo sá ég að hún var með annan á henginu svo ég vissi ekki alveg hvað ég átti að halda. Svo sá ég að það kom önnur eldri kona með sokka með sér í sturtuna og þá runnu á mig tvær grímur (segir maður það ekki?). Ég vissi ekki alveg hvað var um að vera og veit það eiginlega ekki enn. Ég var búin að skola af mér allan klórinn og mér fannst ég ekki geta beðið lengur til að sjá hver tilgangur sokkanna var. Ég hef oft séð fólk fara í inniskó í sund en aldrei í sokkum, hver ætli tilgangur sokkanna sé??

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Verahvergi

Er búin að vera hér í hverginu síðustu daga og bara hafa það rosalega gott. Við fórum í brúðkaup og skírn á laugardeginum þar sem daman fékk nafnið Jóna Ríkey í höfðin á ömmum sínum.
Á páskadag var deginum eytt í leti, páskaeggjaát og reyndar smá göngútúr um náttúruperlur verahvergis. Um kvöldið fórum við Grjóni með tengdó í bíó í luxus sal á Passion of Christ. Blóðug mynd það og ekki verra að sitja í lazy-boy með popp í annarri og kók í hinni.
Annar í páskum var líka letin ein og meira át. Fórum í sund en ekki til að synda, hver gerir það? Fórum svo í borgina að hitta Eygló+Binna og Lóu+Jóhann. Ég skoraði á liðið í keilu og rúlllaði þeim auðvita upp. Fóruim svo á kaffihús og fengum okkur öl.
Erum svo að fara að leggja í hann norður.

Fer e-r í sund til að synda og fær sér e-r svart kaffi á kaffihúsi?