Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, mars 25, 2004

Karókí

Ég er alveg að sjá fram á það að ég komist á árshátíðina. Er búin að sitja alveg sveitt síðustu daga við tölvuna og get sko verið stolt af mér, allavega þangað til ég fæ verkefnið til baka.
Við förum keyrandi suður á stærstu limmósíu bæjarins, rauða kagganum sem er með dvd, karókí og e-m flottum græjum. Ég á sko eftir að skemmta mér við að syngja í græjurnar en ég veit að stelpunar verða ekki eins kátar með það. Ef liðin eiga að vera með skemmtiatriði þá erum við ekki í vandræðum. Ég hef nenfnilega þann hæfileika að geta sungið illa!!! Geri aðrir betur.

miðvikudagur, mars 24, 2004

twenty-eight-seven

Þessa dagana væri ég alveg til í að það væru aðeins fleiri klukkustundir í sólarhringnum en þessar 24. Ég er nefnilega að fara suður að keppa um helgina, ef ég má vera að, svo er árshátíð hjá blaksambandinu og skil á 50% verkefni á mánudaginn. Ég er ekki alveg að sjá fram á að ég nái að klára það fyrir föstudaginn áður en ég fer suður. Ég er sko meira en til í að mæta á árshátíðna eins og það var klikkað gaman í fyrra. Ég vona að það sé góður stemmari hjá hinum liðunum að mæta því við erum nokkrar úr KA sem eru spenntar. Ég ætla samt ekki að leyfa mér að fara ef ég verð ekki búin með verkefnið.
Ekki má gleyma því að sá uppsker eins og hann sáir sama hvað átt er við með því.