Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, mars 30, 2005

Superstar*

Úff stelpan hefur aldrei verið fræg fyrir að geta sungið en sló svona ærlega í geng í Singstar í afmælinu hjá Hörpu og Lóu. Ég tók lagið Superstar og skoraði 9100 stig og geri aðrir betur. Uss Grjóni ekkert vera að monta þig yfir því að hafa fengið nokkrum stigum meira en ég ;)
Annars er bara nokkuð augljóst að páskafríið er búið og við erum komnar aftur á fullt í lokaverkefninu og ekki nema einn og hálfur mánuður í skil.

mánudagur, mars 28, 2005

Páskafríið

er búið að vera stórkostlegt. Við Grjóni erum búin að hafa það alveg rosalega gott hér á Akureyri. Kittý systir hans Grjóna og Lalli kærasti hennar voru hjá okkur tvær nætur og við spiluðum Matador langt fram á nótt. Langt síðan maður hefur spilað það spil og þar sem reglurnar voru ekki til voru þær bara samdar eftir hentugleika hvers og eins.
Á laugardag var svo partý í gerðinu og leiðin átti að liggja allt annað en á Kaffi sveitta en við enduðum þar eins og alltaf. Það átti að loka alls staðar kl. 3 en við vorum ekki komin niður í bæ fyrr en rúmlega 1.30 svo það tók sig ekki að kíkja á Papana. Eftir að sveitti lokaði rétt fyrir 4 bauð ég heim í eftirpartý þar sem hófst mikil matarveisla. Ég bauð upp á beikonkjúkling sem ég hafði eldað fyrr um kvöldið, hakk, súpu og sauð pylsur handa liðinu. Fólkið var mjög ánægt með þetta enda nennti enginn að bíða í röð í Natten eða Tikk takk eftir sveittum eða pizzu.
Páskadagur var fínn dagur, ég vaknaði snemma og settist út og fékk mér að borða enda ekki nema 15 stiga hiti og sól. Ég reyndar át ekkert páskaeggið þennan daginn því við svindluðum aðeins og fengum okkur eitt á föstudeginum. Um kvöldið vorum við svo að passa Baldur og Kollu sem eru krakkarnir hans Einars bróður Grjóna og þau voru hin bestu skinn reyndar vöknuðu þau um kl. 6 í morgun og voru ekkert á því að sofna aftur.
Í dag fórum við upp í Hlíðarfjall í göngutúr. Löbbuðum upp í Strýtu í drullu og bleytu enda ekki mikið um snjó þegar það er svona heitt úti. Það var alveg logn og algjör draumur að vera þarna uppi. Í kvöld erum við svo boðin í afmæli til Lóu og Hörpu en það verður í Ytri Vík. Ég er reyndar ekkert að fara að djamma neitt þar sem ég þarf að vakna fyrir kl. 10 og fara að vinna í lokaverkefninu