Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, júní 11, 2005

drottningin

Gleymdi að segja frá því að það fyrsta sem ég sá á flugvellinum hér heima þegar við vorum að fara út var drottning Reykjavíkur, hún var í sömu ferð og við. Bara snilld, náði góðu teipi af henni þar sem hún var að dansa salsa á cubu, fátt skemmtilegra að sjá.

Komin á klakann og barasta orðinn iðjuþjálfi

Mexico var bara snilld, reyndar mikið minna drukkið en ég átti von á. Við fórum í nokkrar ferðir, t.d. til Can Cun til að versla og þar gat maður alveg eytt pening, fórum í Coba þar sem hæstu pýramídar Mexico eru, syntum í neðanjarðarhelli og fórum í zipline yfir vatn. Við kíktum svo á eyju sem heitir Cozumel og fórum þar að kafa. Það var ansi skemmtilegt og e-ð af fiskum þar. Við eyddum svo flestum kvöldunum okkar á barnum á hótelinu þar sem við gátum drukkið og borðað eins og við gátum. Síðustu kvöldin okkar þarna úti var barþjóninn farinn að þekkja okkur svo vel að við vorum farin að geta reddað okkur sjálf bjór á barnum. Kíktum reyndar tvö kvöld í bæinn, í annað skiptið fórum við á skemmtistað sem var inni í helli alveg sjúklega flott og í hitt skiptið fórum við á stað sem var á strönd. Skemmtilegt að prófa að kíkja á þetta en músíkin var leiðinleg svo það var nóg að vera þarna eitt kvöld. Á daginn var ýmist farið á markaðinn að versla, í bæinn að versla eða vorum í sólinni og í blaki. Fórum í 2 daga ferð til Cubu þar sem við versluðum svolítið af vindlum, keyptum geggjuð málverk á skít og ekkert, fullt af hljóðfærum og e-ð meira. Cuba var snilld, ég átti reyndar von á að hún liti miklu ver út en hún gerir, það voru þarnar nýjir og flottir bílar en húsin voru flest að hruni komin. Ég átti svo að skila kveðju frá Kastro, hann bað að heilsa ykkur öllum. Svo tókum við helling af myndum bæði á vélina og tape. Spennandi spennandi…..