Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Helgarfrí

Ekki oft sem maður gefur sér frí frá lokaverkefninu nema þá til að fá sér að borða og skreppa á salernið.
Um helgina verður þó frí þar sem við í hópnum erum allar að fara að bralla e-ð.
Við eigum leik við ÍS í Hagaskóla á laugardaginn kl. 11.30 og ég vil sjá sem flesta mæta til að styðja okkur. Þynnka eða aðrar afsakanir eru ekki teknar gildar bara svo það sé á hreinu.
Sjáumst

sunnudagur, apríl 03, 2005

Tóm í hausnum

Það hefur lítið á daga mína drifið... segir maður ekki e-ð svoleiðis??
Ég er bara búin að vera á fullu í lokaverkefni og að undirbúa fyrirlestur sem ég á að flytja á morgun. Gaf mér þó tíma til að fara í 3 og 6 ára afmæli til Kötlu og Eyglóar í dag og þar var sko nóg af góðum kræsingum sem ég lét ekki fram hjá mér fara.
Ég veit ekki einu sinni um hvað ég á að blogga þannig að..................