Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, mars 07, 2008

Láttu póstinn koma því til skila

Mamma fór með pakka til Sunnu Rósar í póst fyrir rúmum 2 vikum og hann hefur ekki ennþá skilað sér. Hún er búin að hafa samband við póstinn og þar er sagt að pakkinn hafi aldrei verið skráður. Þannig að maður spyr sig hvort þeim hjá póstinum hafi litist svona vel á pakkann og ákveðið að eiga hann í stað þess að skrá hann og skella honum í póst ásamt öðrum pökkum. Alveg órtúlega fúlt og hún fékk ekkert viðtökunúmer svo við getum ekki einu sinni rakið hvar pakkinn er.

Ég held að pósturinn ætti að endurskoða slagorðið sitt.