Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, október 14, 2004

Dúddi

Ég var að syngja nokkur lög í dag með Eygló frænku minni sem er 5 ára. Eygló byrjaði svo að syngja Siggi fór í bæinn og Siggi fór í búð, Siggi sat á torginu og var að borða snúð þá kom löggimann og hirti hann og stakk honum beint oní rassvasann. Ég hef verið svolítið að velta þessum texta fyrir mér. Þegar ég lærði þetta lag var það Dúddi en ekki Siggi. Svo hef ég líka spurt mig hvort það sé Siggi eða snúðurinn sem löggimann hirti. Eygló var með svör við þessu. Hún sagði að löggimann hirti þá báða og setti Sigga í hraunið og át svo snúðinn.

Þegar ég var á leiðinni heim úr skólanum í gær stoppaði mig maður sem var mjög líklega e-ð geðfatlaður. Ég stoppaði og talaði við hann sennilega í 10 mín um lífið og tilveruna og bara snilld. Ekki á hverjum degi sem maður talar við e-n ókunnugan um hin ýmsu mál.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home