Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Litli trommarinn

Var í sælunni fyrir norðan um helgina. Það var bara æðislegt, rólegt og notalegt. Við Hanne borðuðum saman á laugardaginn og fengum okkur nokkra öl, kíktum svo til Hörpu þar sem Konni frændi mætti svo á staðinn. Við tókum eitt lag á trommusett litla trommarans hennar Hörpu áður en haldið var á stað í bæinn. Veit ekki hvað nágrönnunum fannst um lagið en Hörpu fannst það a.m.k. ekki skemmtilegt. Hanne varð bara helv... hress svona miðað við fyrsta djamm eftir barnsburð. Veit ekki hvernig sunnudagurinn var hjá henni. Bærinn var vægast sagt bara nokkuð dauður, kíktum á flesta staðina og ég held að mesta fjörið hafi verið í búllunni sem við keyptum okkur Búkollu. Nammi namm....