Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, september 09, 2005

Dagurinn í dag

Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar!!
Dagurinn er bara búinn að vera ágætur enn sem komið er. Hann verður reyndar ekkert voðalega rólegur en það er heldur ekkert betra.
Ég þarf að fara upp á safn og laga til eftir verkefnið okkar sem er nú reyndar ekki búið enn.
Við Grjóni erum að fara á stúfana og kaupa gardínur fyrir stofuna. Hentum inn sófa og rúmi í gær og það var ekkert voðalega auðvelt ekki svona upp á 4. hæð. Okkur langar mest til að flytja inn strax.
Við Lubba ætlum í ræktina og taka á því.
Staffapartý í sumarbústað í Hestfjalli í kvöld sem verður væntalega mikið stuð.

Í gær var fyrsta blakæfingin hjá HK og mætingin var nú ekkert voðalega góð, vorum 5 stk en hörku æfing engu að síður. Svo er e-ð lítið um æfingar þar sem salurinn sem við eigum að æfa í er ekki tilbúinn fyrr en í byrjun okt. að mig minnir.

miðvikudagur, september 07, 2005

Myndir

Ég þurfti að setja inn nýja myndasíðu svo ég gæti sett inn fleiri myndir og skellti inn nokkrum myndum frá Nígeríu í leiðinni : )
Slóðin er: http://uk.pg.photos.yahoo.com/ph/bakkabakki/album?.dir=/b49a
Góða skemmtun!

þriðjudagur, september 06, 2005

Kojo Annan

Gaman að segja frá því að ég var aðeins að googglast og fann engann annan en son Kofi Annan eða hann Kojo vin okkar úr Nígeríu. Greinilegt að þetta er engin lýgi, en svo er líka greinilegt að þetta er smá krimmi. Þið getið meira að segja borið saman myndirnar frá linknum sem kom í færslunni á undan þessari saman við myndina af þessum link
http://www.pbs.org/newshour/bb/international/jan-june05/volcker_3-29.html

Allt að smella

Þá erum við Grjóni búin að eignast okkar fyrstu íbúð í Reynimel 90, þrátt fyrir að bankinn eigi nú stóran hluta í henni. Við erum búin að fá lyklana af íbúðinni og vorum komin með leigjendur en þeir gungnuðu á síðustu stundu án þess að vera neitt að láta vita af því. Ef þið vitið um e-n sem langar að leigja í vesturbæ RVK þriggja herbergja íbúð til 1. feb. endilega látið viðkomandi hafa samband við okkur. Þetta er eign á besta stað með frábæru útsýni!!!
Ég fór í atvinnuviðtal í dag á Klepp og var ráðin í leiðinni og byrja um leið og verkefnið hjá Nýsköpunarsjóði klárast, eða jafnvel fyrr. Spennandi spennandi... verð í Bergiðjunni.
Í sambandi við myndir frá Nígeríu þá vonast ég til að geta hennt e-u inn en meðan þið bíðið eftir því bendi ég ykkur á þessa slóð: http://pg.photos.yahoo.com/ph/frida_sig/album?
.dir=4592&.src=ph&store=&prodid=&.done=http%3a//pg.photos.yahoo.com/ph/frida_sig/my_photos
Þarna eru myndir úr þorpinu, syni Kofi Annan, leikjum, sprelli, djammi ofl.