Jákvæður umferðarhnútur
Það er nú ekki á hverjum degi sem umferðahnútar borgarinnar koma sér vel. Í dag var ég að keyra Miklubrautina um kl. 16 þegar allt í einu er bíbbað þvílíkt. Ég lít til hliðar og sé þar Birnu. Þar sem umferðing gengur svona hægt fyrir sig gátum við planað morgundaginn, hvar og hvað við ætlum að borða o.þ.h. Það skondnasta við þetta allt saman var að ég var nýbúin að senda henni sms þegar hún birtist í bílnum við hliðina á mér. Gaman að þessu.....
Annars er nóg að gera í skólanum, íbúðinni og blakinu. Skóli á morgun, klára að flísaleggja baðið, og sjóvarpsleikur á laugardaginn eftir viku á móti Þrótti RVK. Þannig að það er nóg að gera og ansi langt síðan ég hef fengið fríhlegi þar sem er ekkert um að vera.
Annars er nóg að gera í skólanum, íbúðinni og blakinu. Skóli á morgun, klára að flísaleggja baðið, og sjóvarpsleikur á laugardaginn eftir viku á móti Þrótti RVK. Þannig að það er nóg að gera og ansi langt síðan ég hef fengið fríhlegi þar sem er ekkert um að vera.