Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, febrúar 13, 2004

Föstudagurinn þrettándi

Loksins komin í helgarfrí eftir langa og stranga viku í skólanum.
Plan helgarinnar er að fara með Kötu á powersýningu í kvöld á Gathika sem verður vonandi alveg klikkuð, sko myndin, vona að Kata verði alveg róleg en hún er samt með e-ar hótanir um að mæta með skrúfjárn.
Á morgunn og sunnudaginn verður svo íþróttabölið að ofækja mann því ég er að fara á æfingar um helgina. Jóhanna var nú e-ð að reyna að fá mannskapinn til að koma í Sjallann á laugardaginn þar sem í svörtum fötum eru að spila. Hún var búin að lofa partýi bara ef fólk vildi koma með henni í sjallann, annars verður ekkert partý. Ég verð nú að segja að ég er alltaf til í að kíkja í teiti þó ég geri ekki mikið meira en það. Koma hérna Jóhanna þú hefur ekkert innflutningspartý haldið og fluttir inn í ágúst, í dag er sko febrúar.

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Ekkert

Líf mitt er mjög fábrotið þessa dagana og ekkert að gerst þannig að það verður lítið um blogg. Setti inn link á baggalút þeir eru flottir.

mánudagur, febrúar 09, 2004

Stjörnuskrúfjárn og kauphækkun

Þvílík og önnur eins bíóferð sem ég fór í á miðvikudaginn. Ég fékk náttúrulega borgað fyrir að fara með Kötu í bíó og heyrði e-ð minnst á kauphækkun. Foreldrar hennar eru svo ánægð með mig eftir stuðmannahelgina að þau sjá ekki eftir einu búnti til viðbótar. Myndin var frekar óspennandi og svolítill klámbragur á henni, reyndar alveg hundleiðinleg mynd. Kata sat við hliðina á mér var orðin frekar vandræðanleg og fór að hjakkast á arminum á sætinu til að dreifa huganum. Það vildi svo vel til að armurinn losnaði smá eftir allt fiktið að henni datt snilldarráð í hug. Ekki viss um að ég ætli að ljóstra því upp en allavega verður haft með sér skrúfjárn í næstu bíóferð.

Ég fór í borgina á fimmtudeginum í vísindaferð með heilbrigðisdeildinni, skemmtileg ferð það. Komum við í Borganesi í vodkatöppuninni á leiðinni suður og á föstudeginum var svo aðaldagskráin. Við fórum á völlinn og skoðuðum aðstæður sjúkrahússins hjá hernum, kíktum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Stoð, Íslenska erfðagreiningu og Baðhúsið til Lindu Pé þar sem fólk fór í pottinn og sullaði í sig bjór og öðrum áfengum drykkjum. Í staðinn gerði ég tilraun til að fá mér húðkrabba með því að leggjast í bekk sem sendir frá sér útfjólubláa geisla.

Fór í bíó í gær á Big fish sem var allt í lagi mynd. Stjörnuskrúfjárn nýtist ekkert í Smárabíói.