Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Þá er loksins komið á hreint hvar bikarúslitaleikurinn í blaki kvenna verður. Hann verður í Grindavík á laugardaginn kl.14. Ég bið alla sem fótum geta stigið inn í bíl (nýtt orðatiltæki ala Karen) að koma og hvetja okkur í KA. Við erum að fara að keppa á móti Þrótti-RVK. Það er nú ekki amarlegt fyrir fólk að byrja daginn snemma og kíkja í Bláa lónið og svo á leikinn á eftir, svo getur fólk líka byrjað daginn í Grindavík og látið svo leiðina liggja í Bláa lónið eða bara e-t allt annað.
Það myndi kannski vekja lukku að hafa rútuferðir eins og oft er gert eða var gert þegar handboltalið KA var að keppa fyrir sunnan, hver er svosem vinsældarmunurinn á milli blaks og handbolta??? Jah.. maður spyr sig.....
Vonast til að sjá sem flesta í Grindavík, en fyrir þá sem sjá sér alls ekki fært um að koma vil ég minna á beina útsendingu í sjónvarpinu sem hefst kl.13.50. Það er kannski spurning um að fara á Ali spotrbar eða Mongó og sjá hann á risaskjá, ef við byggjum nú svo vel.

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Var að setja inn linkinn inn á heimasíðu blakdeildar KA, síða sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Þvílíkt og annað eins klikkað veður sem er búið að vera í allan dag hér á norðurlandinu. Ég dressaði mig ekkert smá vel í skólann í morgunn þar sem úti var rok og mikill snjór og ég sá sko ekki eftir því. Ég mætti svo bara í tíma í morgunn og Ebba iðjuþjálfi á geðdeild sem var að kenna okkur ákvað að draga okkur í bekknum út í klikkaða veðrið. Það var sko gaman!!!!Við fengum mikla útrás fyrir okkar innra barn sem vill oft gleymast þegar skólinn er byrjaður og enginn tími til neins annars. Við fórum í nokkra leiki og bjuggum til snjókall sem var reyndar kelling, allavega með brjóst, spurnig hvort þetta hafi bara verið feitur kall með stór brjóst. Þetta nám er ekkert smá þroskandi. Svo átti kennari að koma frá RVK en var veðurtept vegna klikkaða veðursis. Ótrúlegt hvað það getur snjóað mikið á einum degi, hvað þá tveimur.

sunnudagur, janúar 11, 2004

Úff úff. Skólinn byrjar á morgunn eftir langt og gott frí. Þannig að það er kominn tími á að rétta sólarhringinn við. Var einmitt að enda við að prenta út stundaskrána mína, er 3 daga frá kl.8-16 af 4 dögum í fyrstu vikunni. Það á greinilega að byrja á krafti. En svona er þetta þegar maður er í skóla, þetta er e-ð sem maður hefur sjálfur komið sér út í og því óþarfi að vera e-ð að vorkenna sér.