Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Góður í bólinu

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn! Sumarið tekur vel á móti okkur með blíðskaparveðri í dag og ekki hægt að væla neitt yfir því.

Ég var að hlusta á útvarpið um daginn eins og svo oft áður og það var verið að tala um hvernig karlmenn konur vildu með sér í bólið eða e-ð í þeim dúr. Hann þarf að:
-vera í flottum nærbuxum
-lykta vel
-æfa fótbolta
-dansa eins og Ricky Martin

Það voru fleiri atriði sem ég man ekki alveg í augnablikinu en þetta var sko könnun þannig að þið karlmenn sem eruð ekki að standa ykkur þá hjálpar þetta ykkur kannski e-ð til að koma auga á hvað klikkaði.

sunnudagur, apríl 17, 2005

Skóhilla

Þá erum við dottnar út úr bikarnum, þróttur þurfti ekki mikið að hafa fyrir þessu í dag. Reyndar aðeins meira heldur þróttur nes þar sem þær eru búnar að fá báða leikina gefna. Alltaf sanngjarnt þegar lið kemst áfram án þess að þurfa að hafa fyrir því. Þetta er nú eiginlega bara til skammar, til hvers í ósköpunum er lið að skrá sig í bikar ef það nennir svo ekki að spila leikina sína?? Og hvað er það þegar lið kaupir sigur af öðru liði?? Mér finnst að lið sem skráir sig í keppni og gefur leikinn eigi að borga sekt, þá myndi menn kannski ekki komast upp með svona svind.
Ætli maður fari ekki að leggja skóna sína á hilluna, held að ég sé komin með nóg af blaki í bili. Kannski þeir verði teknir niður næsta haust en annars stefni ég bara á að sprikla í strandblaki í Mexico og jafnvel þegar ég kem aftur á klakann og þá þarf maður varla skó.
Jæja best að fara að læra.