Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, september 15, 2006

Ellimerki

Það er nokkuð víst að aldurinn er farinn að færast yfir mann. Ég fann fyrsta gráa hárið í gærkvöldi þegar ég var að greiða mér. Þetta var þvílíkt sjokk þar sem ég taldi mig loksins vera komna með minn eðlilega hárlit sem er EKKI grár heldur ljós skol brúnt með rauðum blæ. Dagurinn í dag fór því mikið í það að spá hvort ég ætti að fara að lita aftur á mér hárið og jafnvekl morgundagurinn líka.

mánudagur, september 11, 2006

Ammæli

Þá er kellingin orðin 26 ára og 2 dögum betur. Takk kærlega fyrir allar afmæliskveðjurnar!
Ég átti mjög góðan afmælisdag. Byrjaði daginn snemma til að baka þar sem ég hélt smá veislu á laugardaginn. Ákvað á síðustu stundu að bjóða fólki í kaffi þar sem fólk hittist orðið allt of sjaldan. Það liggur við að fólk hittist bara í brúðkaupum og jarðarförum eða þá á djamminu.

Í gær lá leiðin á Suðurnesin. Við vorum að sækja mann út á flugvöll sem var í fjölskyldunni hans Grjóna fyrir 30 árum. Þau höfðu uppi á honum í fyrra og hann ákvað að kíkja á þau til Íslands. Við fórum öll saman í Blá Lónið í þvílíku roki að það lá við að maður hefði orðið sjóveikur í lóninu það var svo mikill öldugangur.

Ég er svo að fara að þjálfa öldunga í blaki í kvöld, veit ekki hvað ég var að spá þar sem ég hef alveg meira en nóg að gera. Þannig að ef þið vitið um e-n endilega látið mig vita og ég legg það undir nefnd.