Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, maí 27, 2004

Kónguló

Allt að gerast hér á Hlöðunni. Hangandi kónguló fyrir framan mig e-ð að leika sér, bara gaman að því meðan hún ræðst ekki á mig.

Harpa Björk er snillingur! Gellan ætlar bara að skella sér suður og vera hjá mér um helgina og ég veit að Lóa er orðin spennt fyrir helginni. Kannski ég taki upp skóna mína góðu, þessa grænu og rauðu, ef stemmari verður fyrir þeim sem það verður pottþétt.

miðvikudagur, maí 26, 2004

Hullumhæ

Usss.. heil vika, þetta gengur ekki. Mér finnst þetta samt góður árangur miðað við það að ég er ekki með tölvu heima. Hugsa að ég eigi ekki eftir að blogga mikið í sumar en hver veit hvað verður.

Hvað á að gera um helgina??
Ég er til í e-ð húllumhæ ef fólk er reddí, þið sem eruð fyrir norðan verðið samt að koma suður ef þið viljið gera e-ð með mér. Ég verð komin í þriggja daga helgarfrí á föstudaginn kl.15.30.
Ég veit ekkert hvað á að gera af mér og Grjóni er að fara til Færeyja á morgun svo ég verð home alone.
Ég skora á ykkur stelpur fyrir norðan að koma suður og við bröllum e-ð fjörugt saman.