Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, júní 29, 2006

Hor og prump

Þegar ég var á leiðinni í vinnuna í gær og ég var stopp á einum ljósunum (efst á Hofsvallagötunni) var mér litið í baksýnisspegilinn og sá mann í bílnum fyrir aftan mig á fullu að grafa eftir gulli. Ég gat ekki annað en fylgst aðeins með þessum framkvæmdum og sá hvar hann setti hvern gullmolann á eftir öðrum upp í sig. Hann hætti ekki þessum framkvæmdum fyrr en hann var búinn að hreinsa allt og orðinn saddur eftir fimm mínútur og var kominn niður á Sæbraut.
Annað atvik og öllu ógeðslegra átti sér svo stað í Bónus, líka í gær. Ég var að teygja mig í kokosmjólk þegar ég fann allt í einu þessa prýðilegu prumpufýlu, dragúldin eggjafýla. Þá hafði maður, stór og mikill, greinilega ákveðið að losa aðeins áður en hann færi í röð við kassann. Ég passaði mig að fara ekki í röðina sem hann var í því þá myndi hreinlega líða yfir mig og valdi því helmingi lengri röð í staðinn. Aldrei á ævinni hef ég fundið eins ógeðslega fýlu, þynnkuprump lyktar ekki einu sinni svona ógeðslega.

Endilega búið ykkur svo undir helgina. Kata ætlar að láta sjá sig í borginni.