Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, október 29, 2004

Hver er þinn húsbóndi?

Þegar ég var að labba í skólann í morgun og var að fletta á milli stöðva á vasadiskóinu mínu datt inn Omega eða Lindin eða hvað þetta nú heitir. Ég ákvað að gefa þessu séns þar sem gaurinn var að tala um að við hefðum val á milli þess að láta jesú vera húsbónda okkar, láta hann stjórna gjörðum okkar og öðlast eilíft líf eða láta djöfulinn stjórna og öðlast ekki eilíft líf heldur lifa með syndum okkar. Allt sem við gerum stjórnast af þessum húsbóndum en svo er bara spurning hvorn þeirra við veljum til að stjórna okkur.
Ætli þeim hafi ekki dottið í hug að maður stjórnar gjörðum sínum sjálfum en þeir sem eru áhrifagjarnir geta jú stjórnast auðveldlega af öðrum, ætli þessir aðrir séu þá annað hvort djöfullinn eða jesú?? Maður spyr sig........
Góða helgi!

sunnudagur, október 24, 2004

Úrslit helgarinnar

Unnum fyrri leikinn 3-2, leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað á þessu tímabili og líka sá fyrsti. Seinni leikurinn var bara nokkuð nettur 3-0 sigur og sá skemmtilegasti á þessu tímabili. Svo eigum við útileiki næstu helgi við Fylki sem hljómar bara alveg ágætlega.
Endilega kíkið inn á sport.is (linkur til hliðar) þar er hægt að lesa blakfréttir og fréttir úr flestum íþróttum.
Nenni ekki að blogga meira.