Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, desember 02, 2004

Strengir dauðans

Þvílík æfing sem kallinn hafði á þriðjudaginn! Ég er með klikkaða strengi í öllu bakinu og svo í öðru lærinu. Frekar erfitt að þurfa að sitja allan daginn fyrir framan tölvu og vera að drepast. Kannski það sé ástæðan fyrir strengjunum, öll þessi seta!?
Það var hringt í mig frá Póstinum, ekki vinkona mín samt, og ég boðuð í vinnu þann 15. des kl.8. Það verður hressandi að labba með öll jólakortin í hús. Góð tilbreyting frá því að vera sitjandi allan daginn.

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Sætir sigrar

Unnum Þróttarana 3-2 og 3-0 bara snilld. Veit ekki alveg hvað við vorum að gera fyrri daginn en seinni daginn var allt að ganga upp hjá okkur. Kannski voru það nike eyrnalokkarnir sem redduðu málunum.
Eftir leikinn á laugardaginn fengum við KA-stelpurnar okkur pizzu og öl og svo lá leiðin í singstarpartý! Bara gaman og Superstar klikkar ekki. Kíktum á Oddvitann þar sem Hljómar voru að spila. Við báðum Rúnna Júll auðvita að taka Sveitapiltsins draumur sem hann gerði með bros á vör, flottur Rúnni Júll! Eftir að hafa dansað í okkur hita vildu stelpurnar fara á Sveitta svo við þökkuðum Hljómum fyrir okkur. Laufey sat svo við hliðina á Rúnna í flugvélinni í morgunn og kappinn þekkti gelluna frá því kvöldið áður og þau spjölluðu e-ð saman. Á Sveitta var mikið af fólki og mikill sviti. Stelpur, spilaði dj-inn Superstar?
Í dag er ég búin að vera í veislu og éta mikið af góðum kökum og svo er líka nammidagur hjá mér í dag þar sem það var ekki tími í gær til að borða nammi :)