Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, október 16, 2004

Óákveðni eða bara menningarlegar

Ég fór í gær með Hörpu Birnu og Tóta til Hanne að horfa á Idolið. Eftir að það var búið ákváðum við að kíkja á Ali í fótboltaspilið eftir erfiða og langa ákvörðun en svo var það barasta bilað. Við vorum frekar svekt og fórum aðeins að rúnta og við það hækkaði meðal aldurinn á rúntinum um sennilega 5 ár. Gáfust fljótlega upp og vissum á ekkert hvað við áttum að gera. Okkur datt í hug að:
- fá okkur 1-2 öl og jafnvel horfa á e-ð fyndið.
- spjalla saman heima hjá Hanne og drekka 1-2 öl og fara svo niður í bæ.
- spjalla saman heima hjá Hörpu og drekka 1-2 öl og fara svo niður í bæ.
- fara á Sveitta og fá okkur 1-2 öl.
- hætta við að fá okkur öl og fara bara heim að sofa.
- fara á kaffihús og fá okkur kakó eða 1 öl. Ákvörðunin var svo sú að við fórum niður í bæ og kíktum á Amor á trúbadorinn sem er alltaf á Celtic en þar var svo mikill hávaði að við ákváðum að fara á Sveitta og fá okkur kakóbolla og svo heim að sofa. Frekar öðruvísi stemmari að vera með kakóbolla á Sveitta á föstudagskvöldi í stað þess að vera að sulla í öli. Skemmtileg tilbreyting.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home