Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, september 25, 2004

Hvað er málið með verkfallið?

Mín skoðun er sú að kennarar eiga alveg að fá hærri laun en hins vegar finnst mér ekki rétt að þeir fari verkfall. Það er eins og þeir hugsi ekkert um blessuð börnin og blessaða unglingana heldur bara launin sín. Auðvita bitnar þetta minnst á þeirra börnum og unglingum þar sem þeir geta verið heima með afkvæmi sín, og fengið fyrir það 3000 kall á dag, annað en aðrir foreldrar.
Mér finnst líka fáranlegt að ekki sé veitt undanþága fyrir t.d. Brúarskóla og Öskjuhlíðarskóla sem eru skólar fyrir krakka/unglinga með vandamál af e-u tagi.
Ótrúlegt að kennarar skuli alltaf, allavega yfirleitt alltaf, fara í verkfall ef þeir fá ekki þau laun sem þeir biðja um, það hlýtur að vera til önnur leið.

föstudagur, september 24, 2004

Kikk

Þvílíkir snilldar tónleikar sem ég fór á í gær. Snillingurinn byrjaði að spila rétt rúmlega 22 og hætti ekki fyrr en 00.30. Hann var klappaður upp og spilaði í klukkutíma eftir það, venjulega taka menn kannski 1-2-3 lög. Flottur Damien Rice og Lisa sem var með honum!
Annars er bara rólegt í kvöld, að ég held. Æfing, Svínasúpan og sennilega bara e-ð meira TV- gláp. Ætlaði að fara í ríkið í dag en bara steingleymdi því. Greinilega ekki mikil bytta.
Fór að í Hafnafjörðinn að klifra á klifurvegg í dag í vinnunni. Það var bara mjög gaman og mikil áskorun þar sem ég er mjög lofthrædd. Ég dreif mig alla leið upp á topp og manaði svo sjálfa mig í að líta niður. Ég fékk bara dúndrandi hjartslátt og svita en klikkað kikk út úr þessu öllu saman. Alltaf gaman að gera aðeins meira en maður þorir. Dreif mig svo niður og reyndi að prófa erfiðari vegg. Fann ekki eins mikið fyrir lofthræðslu þar sem ég komst svo stutt upp ;)

Góða helgi og farið vel með ykkur

miðvikudagur, september 22, 2004

Fljúgandi bananar

Hver hefur ekki:
-fengið banana í andlitið? Ég prófaði það áðan og það var ekkert sérlega gott.
-farið inn á starfsmannaklósett sem smellar af blandaðri kúkafýlu og fýlueyði með myntulykt sem lyktar eins tannþráður? Kemur fyrir mig á hverjum degi. Ég spyr þá alltaf sjálfa mig af hverju fólk kúki ekki heima hjá sér áður en það fer að vinna sérstaklega þegar fýlan er komin rétt rúmlega kl.8 á morgnanna.

Annars er það bara tónleikarnir annað kvöld :)