Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, desember 13, 2003

Mig langar bara til að byrja á því að segja frá því að við í KA erum komnar í bikarúrslit. Unnum núverandi bikarmeistara HK 3-0!!
Var að koma úr prófi nr. 2 kalt og heitt til skiptis og með hor í nösum. Vona að ég hafi ekki truflað stelpurnar í prófinu með öllum snítingunum. Þær vita þá hverjum þær geta kennt um ef þær falla ;-)
Best að drífa sig heim að borða og sofa til að ná þessu helv... úr sér.
Síðasta prófið er svo á þriðjudaginn. Hlakka bara til þegar það verður búið.

fimmtudagur, desember 11, 2003

Komst af því áðan að ef maður setur hvítan poka á hausinn og horfir í gegnum hann á aðventuljós með glærum perum þá verður ljósið af því rautt. Mig grunar að þið vissuð þetta ekki en hins vegar veit ég ekki hvernig þetta virkar ef perurnar eru öðruvísi en glærar á litinn. Þið getið kannski reynt að komast að því á undan mér.

þriðjudagur, desember 09, 2003

Merkir atburðir gerðust í gær. Ég var að kíkja í vasana á einni úlpunni minni og fann þar bíómiða frá því í október '98 á Something about Mary, þá kostaði miðinn 650 kall. Miðaverðið hefur e-ð aðeins hækkað síðan þá, enda 5 ár síðan og ég hef greinilega ekki notað þessa úlpu síðan '98.
Við Laufey og Asia fórum í Brynju eftir æfingu í gær. Asia var að keyra, og þegar við vorum komnar rétt hjá ljósunum hjá sundlauginni sá ég að það voru skilti sem á stóð lokað og ég lét Asiu vita af því. Ég segi nú bara sem betur fer því ekki tók hún eftir þeim. Ég held að ef ég hefði ekki verið með henni hefði hún brunað á skiltin og skemmt þau (bílinn skiptir hana sennilega ekki miklu máli). Asia nelgdi niður og bíllinn rann og rann og beygði og beygði þar til hún náði að rétta hann af og þá var ferðinni haldið áfram. Svo þegar við vorum komnar niður gilið að ljósunum hjá sjónum óð gellan bara yfir á rauðu ljósi. Hún tók bara ekkert eftir því, athugaði bara hvort að það væru nokkuð að koma bílar. Í Póllandi heimalandi hennar má sko taka hægri beygju þó svo að það sé rautt ljós á mann. Spurning hvort að það sé e-r afsökun. Heimleiðin gekk sem betur fer vel og engar óvæntar uppákomur áttu sér stað. Allavega er ég enn á lífi.
Í dag er ég svo bara búin að vera að læra um vefræna sjúkdóma og komst að því að þeir sem reykja eiga miklar líkur á því að fá alla þessa sjúkdóma. Ykkar er valið reykingarmenn.
Látum það verða rúsínuna í pylsuendanum.

mánudagur, desember 08, 2003

Það er ekki laust við að það sé að færast smá prófstress í mína. Er með dúndrandi hjartslátt og hnút í maganum, samt er fyrsta prófið ekki fyrr en á fimmtudaginn. Dísús hvernig ætli ég verði þá á miðvikudaginn? Ekki gott að segja. Djö... hlakka ég til þegar þetta verður búið, get ekki sagt annað. Ég hugsa oft á meðan ég er í prófunum hvað það væri nú gott að vera ungur og lítill (ekki það að ég sé neitt gömul) og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu. En svo hugsa ég alltaf lengra og sé þá að ef ég væri ung og lítil þá ætti ég allt eftir sem ég er búin að gera og þar með talið alla skólagönguna. Þá spyr ég mig: hvort er nú betra að vera komin þetta langt í námi og eiga ekki svo mikið eftir eða að eiga þetta allt saman eftir? Ég svara: djö... er ég heppin að vera í prófum.
Best að halda áfram að læra svona til að auka stressið. Ég hef nefnilega þá skoðun að ef ég er stressuð fyrir próf þá er það vísbending um það að ég kunni e-ð (kann reyndar ekki mikið í þessu núna) og ef ég er alveg laus við stress þá er þekking mín á námsefninu ekki mikil.