Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Hrós dagsins fá tengdó fyrir að hafa búið til Grjóna og komið honum í heiminn fyrir 24 árum. Til hamingju með daginn kallinn minn.

Fór í dag og hætti næstum því alveg viðskiptum mínum við símann. Á nú samt ennþá gamla kortið mitt og þ.a.l. númerið líka. Ætla að reyna að spara það samt og nýta mér góð tilboð sem OgVodafon býður uppá. Ég er ekki þessi týpa sem nenni að halda símanum lengur uppi, þeir verða að reyna að redda sér sjálfir, spurning hvort þeir reyni ekki bara að selja símann!? Þannig að þið vitið það að ef þið ætlið að reyna að ná í mig er betra fyrir ykkur að reyna fyrst vodafon númerið.
Gott í dag

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Kræst.... er búin að reyna að setja inn mitt kommentkerfi hjá þér en það gangur engan vegin..... djöfulls ves.
En róaðu þig samt í hrósunum... ekkert gaman að fá hrós ef allir fá það, bara fyrir það að eiga afmæli.... Voða áfangi. En gott blogg engu að síður :-)
Kv. KataHá
Frekar pirrandi þegar commentkerfið er bilað. Ef e-r á góð ráð til að fixa það má hann endilega heyra í mér via e-mail i01011@unak.is
Þá er komið að hrósi gærdagsins. Það eru þær Thelma og Ingibjörg sem fá það fyrir að hafa boðið bekknum í kaffiboð í gær vegna samtals 50 ára afmæli þeirra. En þær fá sérstakt hrós fyrir að hafa hrístertuna sem ég bað um. Takk stelpur og til hamingju með hrósið. Einnig fær Ester hrós fyrir að hafa átt afmæli í gær.
Hrós dagsins í dag fær Asia því hún á afmæli í dag og svo er hún líka búin að bjóða mér í veislu í kvöld. Til hamingju með afmælið Asia og til lukku með hrósið.

Nóg komið að hrósum, næst að niðurlægingarverðlaunum........ nei bara djóka.

mánudagur, janúar 19, 2004

Kata á hrós ársins skilið og ég veit að það er erfitt að toppa hana þó svo að árið sé rétt að byrja. Hún lagði á sig 12 klst. ferðalag til að sjá okkur Birnu keppa. Kata þú ert flottust og alveg hægt að segja með sanni að þú sért vinur vina þinna.
Kannski væri bara ráð að fara að hefja svona hróstilnenfingar á blogginu. Kata fær allavega fyrsta hrósið, ekki amarlegt það.
Þá er enn einn mánudagurinn kominn og enn önnur helgin búin.
Fór fljúgandi suður á föstudagskvöldið þar sem vélin hossaðist pínu mikið rétt áður en við vorum að lenda en Baldur pabbi Birnu sá til þess að við lentum mjúklega á Reykjarvíkurvelli. Síðan var brunað í hvelli á Hótel Cabin þar sem við ætluðum ekki að gista en keyptum okkur eina nótt.
Ekki laust við að það hafi verið spenna í KA liðinu þegar við mættum allar saman og þjálfarinn okkar (er hann það?) fór yfir ýmis atriði með okkur. Daginn eftir var svo enn meiri undirbúningur fyrir leikinn og enn meiri spenna í loftinu, allar tilbúnar til að vinna og viljann vantaði alls ekki.
Við mættum svo klárar til leiks og byrjuðum mun betur en þróttararnir. Unnum fyrstu hrinuna örugglega en þróttur náði fyrir heppni að vinna aðra hrinu 26-24. Unnum einnig þriðju hrinuna en í fjórðu hrinu (15-15) snéri Birna sig mjög illa á ökkla og sleit e-r bönd og þurfti því að bera hana út af og í bíl á Borgó. Það var mikið áfall að missa lykilmanninn okkar út af og við náðum okkur ekki almennilega á strik eftir það en reyndum hvað við gátum til að vinna hrinuna. það tókst næstum því en eins og í 2 hrinu náði þróttur að vinna fyrir heppni 26-24. Oddahrinan var okkur alveg ómöguleg og við vorum meira að hugsa um hvernig Birnu liði heldur en að fá dolluna norður. En eins og góður maður sagði við mig sem er róttgróinn blakari og þróttari til margra ára "þið voruð bara óheppnar að vinna ekki." Það er allt (alltaf sagt mikið) til í því sem hann sagði, við vorum með miklu betra lið og við unnum þær stigalega séð en það er víst ekki nóg. Það var ein stelpa í þróttaraliðinu sem sagði við Svetu "Það er þjálfaranum að þakka að við unnum". Hvernig væri nú að hafa trúa á sjálfum sér og því sem maður er að gera? Hvað ætli hún hafi verið að meina??
Ég fór á Snúlla bar í Hveró á laugardaginn þar sem Grjóni og félagi hans voru að spila, mjög gaman og hitti fullt af fólki sem ég þekkti ekki neitt og fáa sem ég þekki. Magnús Þór er bara snillingur, hann samdi t.d. lagið Ást og Ísland er land þitt. Við vorum nokkur að spjalla við hann og hann hafði bara gaman að því. Maður getur hitt fræga fólkið í Hveró svo ekki hika við að mæta þangað. Svo er aldrei að vita nema maður komist í eftirpartý sem getur staðið langt fram á morgunn.