Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Bombur og læti

Þá eru jólin að verða búin og bráðum hverfur allt jólaskraut og öll jólaljós. Fólk er búið að vera að sprengja upp í allan dag. T.d. kveiktum við í d&e MS, þar sem ég er í verknámi, upp tveimur tertum eftir hádegismatinn í dag. Þær voru ekki að njóta sín nægjanlega vel í svona mikilli dagsbirtu.

Í gær fórum við Grjóni að kíkja á tvær íbúðir, önnur var vægast sagt hræðileg!!! Þrír kettir og reykingarfíla, gerist ekki verra.... Hin var fín en bara of lágt til lofts. Erum á fullu að reyna að finna e-ð og skoða. Íbúðir hér í RVK rjúka út eins og heitar lummur. Hef aldrei skilið þennan frasa þar sem ég er allavega meira hrifin af pönnsum eða vöfflum.

Þetta ár verður mjög viðburðaríkt. Við stelpurnar og Grjóni verðum öll 25 ára á þessu ári, 5 ára stúdent, brautskráning hjá mér og vonandi spennandi vinna sem iðjuþjálfi, útskriftarferð til Mexico, fer allavega í eitt stk brúðkaup, ein vinkona mín eignast barn, vonandi e-r tiltlar í blakinu og vonandi e-ð fleira spennandi.

Góða helgi!