Skólinn og gula
Þá er blessaður skólinn kominn á fullt. Hann byrjaði í gær og í dag skilaði ég skilaði fyrsta verkefninu af 14 á þessari önn. Þannig að það verður nóg að gera hjá manni. Fór líka á blakæfingu í gær með KA sem var frekar slöpp æfing miðað við hvað maður er búinn að vera að taka á því með HK. Rússinn sem á að þjálfa okkur lagðist víst inn á sjúkrahús í Rússlandi með gulu og kemur víst ekki alveg strax en konan hans kemur á æfingu á mánudaginn. Gaman að fá fleiri rússnesku talandi leikmenn í liðið.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home