Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Lítill frændi

Siggi bróðir og Jóhanna voru að eignast lítinn son í nótt þannig að ég var að eignaðist lítinn frænda :) Ég ætla að kíkja á litla stubbinn fljótlega þarf fyrst að kaupa sængurgjöf. Maður er nú í æfingu í því. Þetta er nú samt síðasta sængurgjöfin á þessu ári sem ég allavega veit um. Er annrs e-r sem á eftir að láta mig vita?? Það þyrfti að vera e-r sem ég hitti aldrei því það væri líklega erfitt að fela kúluna. Annars hefur það nú komið fyrir að konur fæða barn án þess að vita að þær hafi verið óléttar. Margt skrítið í kýrhausnum eins og skáldið sagði.

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Strengir dauðans

Úff púff maður ég hef aldrei upplifað aðra eins strengi eins og eftir síðustu helgi. Við brunuðum Norður á föstudeginum, stigum út úr rútunni og beint á tveggja tíma æfingu. Á laugardeginum voru tvær tveggja tíma æfingar og eftir seinni æfinguna var maður orðinn svolítið stífur, ekki mjög mikið samt. Þegar ég fór að sofa á laugardeginum leið mér þokkalega í skrokknum en þegar ég vaknaði um nóttina og var e-ð að snúa mér upplifði ég þvílíkan sársauka. Þá vissi ég að strengirnir voru mættir og blótaði smá en sofnaði strax aftur. Á sunnudeginum þegar ég vaknaði gat ég varla staðið upp úr rúminu og klætt mig en verst var að setjast á klóið og standa upp aftur. En maður lét sig hafa þetta og mætti á tvær tveggja tíma æfingar. Síðan var brunað aftur í borgina og þegar allt liðið fór út í Varmahlíð að eta var horft á okkur eins og við værum gamalmenni, við vorum allar að drepast úr strengjum og áttum vægast sagt mjög erfitt með gang. En þetta er allt að koma og ég er næstum því farin að ganga eðlilega aftur ; )
Helvítis íþróttir............