Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Husholdningsfilm

Maður sér ýmislegt spennandi þegar maður fer í ræktina. Fór í gær og þegar ég var að dressa mig upp í búningsklefanum voru þar tvær svaka skvísur, ljósabrúnar, með langar steyptar franskar neglur, sílikonbrjóst, sítt ljóst hár og í þröngum æfingarfötum. Allt í einu sé ég hvar ein rífur upp bolinn sinn, setur buxurnar neðar og byrjar að vefja plastfilmu utan um mittið á sér og þegar hún var búin tók hin við og setti utan um sig. Hvað er málið, til hvers er þetta gert?? Allavega var þetta e-ð alveg nýtt fyrir mér og veit ekki hver tilgangurinn, missti næstum augun úr mér.

Síðan er maður bara farin að fyllast spenningi fyrir helgina, Gagga-reunion. Ekki nema 10 ár síðan maður hitti flesta af þessum krökkum sem voru með manni í skóla þannig að það verður spennandi að sjá liðið aftur. Fer norður á morgun en er svo sennilega strandaglópur fyrir norðan. Þannig að ef þið vitið um e-n sem er með laust pláss suður á sunnudaginn þá megið þið endilega láta mig vita. Verð að komast aftur suður á sunnudaginn þar sem ég fer í vinnu á mánudaginn.