Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, janúar 06, 2007

Síðasti dagur jóla

Fór á sýninguna Ófagra veröld í Borgarleikhúsinu, hún fjallar um Lísu sem fer til Sundralands til að finna klukkustundina sem hún týndi. Þetta er ansi klikkað stikki, skemmtilega uppsett, langdregið á köflun og ansi fyndið.

Annars er fólk alveg að tapa sér við að skjóta upp flugeldum, held svei mér að þetta sé meira en um áramótin, allavega búið að vera brjálað í allan dag og er enn.

Hlakka til að sofa út á morgun, en það mun pottþétt ekki takast þar sem ég er búin að ákveða að sofa út. Var nefnilega í skólanum í morgun og svo er alltaf erfitt að byrja að vinna aftur eftir frí.

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Bumbumyndir

Setti inn myndir frá 16.-23. viku í myndaalbúmið hér til hliðar.

Hvað gerðist árið 2006

Er að reyna að rifja upp hvernig árið 2006 var en e-n veginn man ég ekkert hvernig það var.

En það sem stóð upp úr var
- óléttan og allt í kringum hana
- fluttum í íbúðina okkar
- sigur í undankeppni Evrópumóts smáþjóða í blaki
- 3 utanlandsferðir, England, Portúgal, USA
- HAM-námið í endurmenntun
- nokkrir góðir tónleikar m.a. Sigur Rós
- afslöppun í bústaðnum fyrir austan
- lagði blakskóna á hilluna
- róleg og góð jól
- róleg og þægileg áramót