Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Geðveik gella

Susss.... stelpan var bara töffari í dag. Skellti sér í hjóltúr á alvöru mótorhjól. Þetta var ekkert smá gaman, sat aftan á hjá Ester og við brunuðum um götur bæjarins. Alltaf tími til að leika sér og gera e-ð skemmtilegt meðan maður er að gera lokaverkefni. Alveg spurning hvort ég fái ekki að sitja aftan á hjá henni suður um helgina.
Á morgun ætlum við að skila til síðasta yfirlesturs og ætlum svo að skella okkur í höfðuðborgina. Á máunudaginn er ég svo að fara á Klepp í starfsviðtal áttu þið von á e-u öðru kannski ? ; ) Á þriðjudaginn kemur svo í ljós hvort við fáum styrk frá Nýsköpunarsjóði. Þannig að í næstu viku er bara allt að gerast.
Svo eru ekki nema 26 dagar í MEXICO!!!!!
Bachelor er svo í kvöld en dem ég get ekki horft á hann þar sem ég verð að læra. Gott að það var e-r sem fann upp video.

Myndir

Stúlkan er farin að verða svo tæknileg að það er alveg rosalegt. Ég setti inn nokkur stykki myndir í gær af hinu og þessu. Ef e-r er ósáttur við e-a mynd þá verður hann bara að myndast betur eða vera fallegri.

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Hreinasti sannleikur

Ég veit að allir hafa heyrt eða lesið um þessi fræði áður, en ég hef ekki séð neinn útskýra þetta eins vel og hinn alvísa Cliff Calvin í Staupasteini. Cliff Calvin var að útskýra Buffala-kenninguna fyrir vini sínum Norm og það gekk svona fyrir sig: "Sjáðu nú til Norm, þetta virkar svona.... Buffalahjörð getur aðeins farið jafn hratt og hægasti buffalinn í hjörðinni. Og þegar veitt er úr hjörðinni eru það hinir hægustu og veikustu aftast í hjörðinni sem eru drepnir fyrst. Þetta náttúrulega val er mjög gott fyrir hjörðina í heild sinni því að með reglulegum drápum á veikustu og hægustu einstaklingunum batnar heilsufar hjarðarinnar og hraði hennar. Á sama hátt má segja að mannsheilinn geti aðeins unnið eins hratt og hægustu heilasellurnar leyfa. Eins og við öll vitum þá drepur alkohól heilasellur en eðlilega drepur það hægustu og veikustu sellurnar fyrst. Á þennan hátt veldur regluleg inntaka áfengis því að veikari sellurnar drepast og þar með því að heilinn verður hraðvirkari og skilvirkari. Þetta er ástæðan fyrir því að maður verður svona klár eftir nokkra bjóra!"

Fékk þetta sent og ég hef næstum fulla trú á þessu, sérstaklega þessu með sellurnar ; )

Jólasveinn

Gaf mér góðan tíma í morgun til að lesa Fréttablaðið síðan í gær og rak augun í skemmtilega frétt frá USA. Það var strákur um tvítugt sem var að reyna að brjótast í hús en þar sem allir gluggar og hurðir voru vel læstir ákvað hann að skella sér niður um strompinn með þeim afleiðingum að hann festist á miðri leið. Hann byrjaði að hrópa og kalla þar til nágranninn heyrði í honum og kallaði út lið á staðinn til að bjarga honum. Það tókst með því að brjóta niður helminginn af strompnum sem tók tvo tíma. Síðan fékk hann að sofa í klefanum í eina nótt. Ætli menn þurfi að fara að loka líka strompunum sínum ef þeir fara að heiman?

sunnudagur, apríl 24, 2005

Á sama tíma að ári

Ótrúlegt að það sé bara sunnudagur í dag. Þetta er búið að vera svo löng helgi e-ð, ekki slæmt. Var að dæma á öldungamótinu á fimmtudag og föstudag og fékk þá tilfinningu að þeir sem búa á Breiðdalsvík eru bæði breiðir og stórir. Skemmtilegt að verða vitni að þessu og ég þarf helst að kíkja á Breiðdalsvík til að komast að því hvort að þetta sé svona.
Kítki á lokahóf öldungamótsins í gær með Sigga bró. Svindluðum okkur inn á réttum tíma og mættum passlega í eftirréttinn sem var frönsk heit súkkulaði kaka með ís. Þarna var mikið líf og fjör og fólk í góðum fíling.
Annars var þetta mjög róleg helgi, við vorum mjög duglegar í lokaverkefninu og erum bara farnar að sjá fram á að við getum skilað því ; ) eftir að eins 19 daga!!
31 dagur í Mexico!!