Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, september 02, 2004

Fjölgun mannkynsins

Addi frændi var að eignast stelpu á þriðjudaginn. Innilega til hamingju með það stubbur. Þarf að fara að kíkja á litlu fjölskylduna, þó sumir í henni séu ekki svo litlir.
Svenni frændi fer sennilega líka bráðum að verða pabbi.
Helga Kristín og Sigrún bekkjasystur eru báðar búnar að eiga litla gutta.
Þannig að það er bara allt að gerast. Hver ætli verði næst(ur)??

Hor og annar viðbjóður

Þá styttist óðum í strandblaksmótið og menn ekki enn komnir í form. En það er svo sem ekkert við því að gera núna. Ég held að það séu enn bara 3 lið svo við Birna stefnum á verðlaunapall ;) Spurning hvað gerist ef fleiri lið skrá sig. Ég búin að fara 2x og æfa mig smá. Fór í gær og prófaði að vera á táslunum og mér varð bara skítkalt og vaknaði með smá hor í nös í morgun.

Er að fara út að borða í kvöld með stelpunum sem eru hér í borginni í verknámi. Fer svo aftur út að borða á föstudaginn með vinnufélögunum af sambýlinu og er boðið í útskriftarveislu um kvöldið. Þannig að maður verður ekki svo léttur á fæti í strandblakinu. Bara vara ykkur við sem ætlið að koma að horfa, þið vitið þá hver ástæðan er.......mikið matarát. Ætla svo út að borða eftir viku því þá er minn dagur sko.... bara minna ykkur á hann í tíma ;) býst reyndar ekki við að þið getið gleymt honum.


þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Allir að lesa DV

Skondið...
-hitti frakka um helgina sem kunni dönsku. Ég hélt að frakkar væru stífir og leiðinlegir en þarna voru djúpsteiktir franskar saman komnir og bara ansi og skemmtilegir.
-DV hringdi í mig í gær. Ég sagði bara strax við manninn að ég vildi ekkert gerast áskrifandi á blaðinu, frekar pirruð. Maðurinn sagði þá mjög undrandi að hann hafi nú bara ætlað að spyrja mig nokkurra spurninga varðandi strandblakið og mótið sem verður um helgina og ég ýkti allt eins mikið og ég gat.
-veit ekkert meira skondið í augnablikinu.