Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, janúar 07, 2006

Leikur og litlu jól

Jæja kannski kominn tími á að blogga smá.
Allavega vorum við að keppa í dag og í sjónvarpsleik, þvílíkar stjörnur, já já ég get gefið ykkur eiginhandar áritanir á miðvikudaginn kl. 17, bara hafið samband og ég gef ykkur tíma. Úrslitin urðu allavega 3-2 fyrir okkur gegn Þrótti RVK. Við vorum ekki að spila okkar besta leik en áttum okkar spretti inn á milli. Á reyndar eftir að horfa á leikinn þannig að ég ætla ekki að vera með neinar fullyrðingar núna.
Við vinkonurnar vorum/erum að halda litlu jólin okkar í kvöld með pakka, mat og smá bjór. Erum að hugsa um að kíkja niður í bæ og rífa stemmarann aðeins upp.

sunnudagur, janúar 01, 2006

2006

Þá er komið nýtt ár og ég vil byrja á því að óska ykkur gleðilegs ár og þakka ykkur fyrir það gamla.

Árið 2005 var mjög viðburðarríkt.
- Við í KA urðum deildarmeistarar
- Hafði félagaskipti, fór yfir í HK
- Varð íslandsmeistari í strandblaki með Birnu annað árið í röð
- Ég kláraði iðjuþjálfunina í vor
- Siggi bróðir og Jóhanna eignuðust son
- Fyrsta vinkonubarnið fæddist og annað á leiðinni
- Fyrsta vinkonubrúðkaupið
- Vann að nýsköpunarsjóðsverkefni sem fer vonandi að klárast
- Fór í útskriftarferð til Mexico og kíkti yfir til Kúbu, æðisleg upplifun
- Fór til Nigeríu með landsliðinu sem var ótrúleg upplifun
- Flutti til Reykjavíkur
- Keyptum okkar fyrstu íbúð
- Keyptum okkar fyrsta bíl
- Byrjaði að vinna sem iðjuþjálfi