Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Djöfull Sveittur

Úff.... ég get nú ekki sagt annað. Er enn að reyna að jafna mig eftir helgina.
Á fimmtudeginum vaknaði ég 7.30 til að ná flugi norður því það var ekki flogið á miðvikudagskvöldinu vegna veðurs, þ.e. v/þoku.

Föstudagurinn byrjaði einnig snemma. Fór með Kötlu frænku í hjólatúr, í sund og á andapollinn. Dálítið skondin sú stutta, 2 ára síðan í apríl, og það sem henni dettur í hug. Þegar ég var búin að klæða mig í brókina, g-steng, sagði hún: Karen það er gat á brókinni og potaði í bossan á mér.

Fór með pabba í bústaðinn á föstudagskvöldinu og svo kom allt liðið á laugardeginum í veisluna til ömmu. Frænkur mínar þræluðu mér alveg út og ég mér í fótbolta og blaki svo lítið var eftir af orku um kvöldið eða ég hélt það. Fór í bæinn og við tók djamm. Langt síðan maður hefur djammað svona mikið og lengi. Var líka alveg eftir mig en er öll að koma til. Fórum í partý til e-s og svo á Sveitta þar sem var mikið af skemmtilegu fólki til að rugla aðeins í. Á Sveitta fékk ég rangan jakka og var ekki ánægð með það. Starfsfólkið þar ætlaði nú ekki að leyfa mér að taka jakkan sem mér var fenginn en ég bara tók hann og hljóp út. Ekki ætlaði í ég leyfa þeim að komast upp með e-ð svona rugl. Skildi eftir símanúmerið mitt á Sveitta og er enn að vonast til að frétta e-ð af jakkanum mínum, sem ég býst þó ekki við. Fór svo í eftirpartý sem var mjög dauft þrátt fyrir margar tilraunir til að fá fólk í teiti. Var svo alveg ónýt daginn eftir og nokkra daga eftir það. Sennilega bara þreyta...........eða hvað??

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Akureyrin

Komin á akureyrina... bara gaman. Fór á pink og spajallaði aðeins við hana. Er á leiðinni í partý. Birna bara blind-piss-full. heyri í ykkur síðar.....