Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, desember 18, 2003

Djö.... líst mér vel á Ísfirðinga, þeir eru búnir að útrýma öllum köttum í bænum. Ég skora á öll bæjarfélög að taka þá sér til fyrirmyndar. Ísland yrði mun betra land ef kettir væri ekki lengur til. Ég gæti allavega hugsað mér að búa á stað þar sem kettir væru bannaðir.

Á e-r handfrjálsan búnað á NOKIA 5110?? Ég veit að þetta er orðin antik en ef e-r á og týmir að losna við fyrir ekki neitt má viðkomandi endilega gefa sig fram.

Próflokadjamm á Dátanum í kvöld.

þriðjudagur, desember 16, 2003

Prófin búin og mín bara komin í jólagírin. Við stelpurnar í bekknum hittumst allar eftir prófið og fengum okkur jólahlaðborð frá Bakaríinu við brúnna (ódýr auglýsing). Það var helvíti gott, svo vorum við nokkrar sem fengum okkur heimabruggað rauðvín sem var ekki verra. Einhverjar orðnar mildar upp úr hádegi en það var bara gaman af því. Svo á að hittast í kvöld á Kaffi-Ak.
Ég þreif allt herbergið mitt eða allt nema gólfið og setti seríu í gluggan og í loftið. Orðið voðalega kósý hjá mér.
Best að halda áfram að njóta þess að vera ekki lengur í prófum og fara að slæpast.