Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Útilega

Þá er komið að því að fara í fyrstu útileguna í sumar. Stefnan er tekin á Húsafell ef veður leyfir en annars verður farið e-t annað þar sem er betra veður. Við Grjóni erum búin að fá fullt af fólki til að mæta sem er sennilega búið að fá fleiri til að mæta. Þetta verður alvöru útilega og þú ert boðin líka.
Annars er bara lítið að frétta, rólegt í vinnunni þar sem flest allir íbúarnir eru í sumarfríi og eru e-s staðar á þvælingi. Keypti mér síma í gær, talstöðin er samt alveg að meika það líka. Ekki verra að hafa tvo síma þegar maður er með tvö kort.
Komst að því í gær að Hebbi býður upp á stærsta og ódýrasta ísinn sem ég hef kynnst, Ísbúðin býður upp á mestu íssósu sem ég hef á ævinni séð í einu litlu boxi og Brynja býður upp á besta og dýrasta ísinn. Þannig er nú það kæru vinir.
Sjáumst vonandi sem flest í útilegunni um helgina.