Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, janúar 30, 2004

Frosin lík

Mín skoðun er sú að fólk er ekkert smá klikkað. Ég var að horfa á heimildarþátt í gær á RUV sem var um fólk sem lætur frysta sig þegar þeir deyr í von um að geta lifnað við aftur efir lækningu mörgum árum síðar. Þessi frosnu lík vonast til þess að þróun lækninga verði svo mikil að læknarnir geti afþýtt þau og læknað það sem var að þeim. Hvað finnst ykkur um þetta?? Mín skoðun er allavega sú að mér finnst þetta alveg fáránlegt, það verða allir ættingjar þessara frosnu líka dauðir og allir búnir að gleyma að það eigi e-n forföður sem er frosinn. Ímyndið ykkur að e-r krakkinn spyr hvar langafi sinn er og foreldrarnir eru að útskýra það fyrir honum .”Jah.. sko afi þinn er ekki dáinn hann er bara frosinn og þú átt kannski eftir að hitta hann”. Hversu sjúkt getur þetta orðið??

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Helgin

Allt að fara að gerast um helgina. Við erum að fara að keppa á föstudagskvöldið kl.20.30 og á laugardaginn kl.13.30 í KA-heimilinu á móti HK. Hvet ykkur sem komist til að mæta. Veit allavega að stuðningsmaður okkar nr.2 (sem er reyndar kona) mætir en það er hún Kata, það toppar enginn pabba, hann verður alltaf nr.1. Allavega komnir tveir áhorfendur.
Síðan er planið að kíkja e-ð út á lífið á laugardaginn. Endilega hafið samband ef e-r er til í partý á Akureyrinni aldrei að vita nema e-r fái að kíkja með á djammið.

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Kannski er kommentkerfið mitt ekki komið í lag, allavega dottið út

Góð ráð til að halda á sér hita

Ef ykkur er kalt í skólanum eða vinnunni er mjög sniðugt að fara í hakkisakk (fljúgandi grjónabolti). Það virkar svo sannarlega nema manni er fljótt að kólna ef boltinn festist í loftræstingarkerfinu, en það ætti ekki að gerast oft. En ef það gerist þarf að kalla á húsverði eða aðra starfsmenn til að fá aðstoð við að losa boltann sem gæti tekið e-n tíma. Þá er bara um að gera að halda á sér hita á meðan með e-m öðrum hætti.
Einnig virkar alltaf að fara í heitt bað eða heita sturtu. Ég mæli með að fólk hafi með sér popp í baðið (hafa það samt í skál) manni hitnar við að borða sérstaklega ef maður borðar hratt.
Svo er málið náttúrulega að klæða sig vel þá ætti manni ekki að verða kalt. En það hefur samt sína galla, t.d. hefur maður ekki eins mikinn rétt á að fara í hakkisakk ef manni er ekki kalt.

Svo vil ég fagna því að kommentkerfið mitt er loksins komið í lag!!!!

mánudagur, janúar 26, 2004

Sjálfstæður vilji bloggsins

Djö..... drasl er þetta. Það mætti halda að þetta blogg breytti sér bara sjálft. Allavega bað ég bloggið mitt ekkert um að breyta um lit samt er gerði það það. Ekki bað ég um að kommentkerfið mitt myndi hrynja, samt er það hrunið. Hvað er í gangi með þetta drasl??
Ef þetta var ekki rólegasta helgi sem ég hef upplifað þá veit ég ekki hvað. Man samt ekki alveg hvað ég gerði á föstudagskvöldinu, minnir að ég hafi farið snemma að sofa jafnvel horft á e-a mynd í TV-inu. En laugardagskvöldið toppaði allt, ég hugsa að ég hafi sett met í því að fara að snemma að sofa miðað við aldur og fyrri störf. Klukkan var 21.30 þegar ég fór að sofa og vaknaði kl.7.30 á sun og vakti til 8.30 en fór þá að sofa aftur og svaf til 11. Eygló Björk og Katla María frænkur mínar voru í pössun og Eygló vildi sofa inni hjá mér en vildi ekki fara að sofa fyrr en ég færi upp í rúm. Þannig að ég las fyrir skvísuna og sofnaði eftir það. Ég verð nú að segja að þetta var ansi ljúft en ég er ekki viss um að ég sé tilbúin til að hafa þetta svona hverja helgi. Sunnudagskvöldið var lílegra en bæði föstudags- og laugardagskvöldið. Þá mættu ég, Kata og Harpa heim til Birnu vinkonu og fórum að spila Party&co. Auðvita unnum við Harpa og apinn sem ég teiknaði var flottur þó svo að enginn gat séð hvað þetta var!!! Síðan leigðum við 70 mínútur sem er bara snilldin ein. Og hann ver.. pungur pungur pungur og stekkur... pungur. Mæli með því að horfa á þá félaga bara gaman að þeim.

Það er betra að ná í mig í gamla nr. en ekki vera smeik við að reyna hitt.