Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, júní 23, 2005

In the ghetto

Hey jó men.... dí maður. Nú er ég búin að vera í gettóinu í 4 daga og ég mér líður eins og að ég sé frá allt annarri plánetu, eða þá að allir aðrir séu það. Fyrsta daginn minn hér fórum við Grjóni í Bónus og þar var furðulegt fólk. Annan daginn okkar hér fórum við líka í Bónus og þar var aftur furðulegt fólk, þó ekki sama fólkið. Þriðja daginn hélt ég mér innan dyra eða frá gettóinu og í dag fórum við í Nóatún þar sem var einnig furðulegt fólk, fórum svo í sund þar sem var enn furðulegra fólk og að lokum fórum við í Netto sem er náttúrulega norðlensk búð og þar lét furðulega fólkið ekki sjá sig, það var í Apótekaranum.

miðvikudagur, júní 22, 2005

Sumarið er tíminn

Trefilli finnst mér sumarið skemmtilegur tími, allavega þegar það er gott veður eins og er búið að vera í dag og jafnvel aðeins í gær. Fór í vinnuna í dag kl.8.30 og var búin um 13 og fór þá heim, á heimili nr. 2, og sat úti í sólinni í góðan tíma. Síðan kíkti ég í strandblak upp úr kl. 16 fór rétt heim að borða og mætti svo aftur eftir matinn. Það er nefnilega mót á laugardaginn í Fagralundi í Kópavogi ( því að víhíhíhíhí komum bæði frá Kópavogi). Maður verður nú að æfa e-ð aðeins meira en maður gerði fyrir mótið sem var í fyrra. Sjáum svo til hvort það borgi sig e-ð, ekkert víst að maður verði neitt betri við það.

mánudagur, júní 20, 2005

Fríið búið og vinnan tekin við

Þá er ég komin í borgina og alvaran tekin við. Ég er byrjuð að vinna og er eiginlega að vinna á þremur stöðum. Ég er að vinna að nýsköpunarsjóðsverkefninu, svo er ég að vinna á fjölskylduheimili og á unglingaheimili. Það verður því mikið flakk á manni fram og til baka á milli vinnustaða og heimila í sumar.

Ég hafði það alveg æðislega gott á Akureyrinni og það má eiginlega segja að ég sé búin að taka út allt sumarfríið. Fyrst var það vika, svo 2 vikur úti og vika frí þegar ég kom heim. Bara ljúft að vera svona í fríi. Það var ýmislegt brallað í síðustu vikunni í fríinu. Ég, Grjóni og Hákon frændi kíktum í sveitina á sjóstöng og aldeilis sem gellan veiddi. Kíktum líka aðeins á skytterí þar sem ég fékk fallegan marblett á öxlina eða eiginlega hendina eftir að hafa skotið úr byssunni. Ég kíkti á eina beach volley æfingu og fékk þvílíka strengi sem ég reyndi svo að hrissta úr mér með því að fara út á lífið. Það var nefnilega 5 ára stúdentsafmæli MA. Maður þekkir allt liðið þar sem ég var þarna í 2 ár og endalaust gaman að hitta þessa krakka aftur. Ótrúlegt að það séu liðin 5 ára síðan maður kláraði framhaldsskóla og að það séu 5 ár síðan maður hitti flesta. Djammið byrjaði á Amor á miðvikudeginum og svo var Höllinn á fimmtudeginum og svo hafði ég ekki úthald í meira en kíkti þó í bæðinn um miðnætti á föstudeginum.

Fyrstu helgina í júlí er svo djamm í Húsafelli og ég hvet alla til að mæta það var nefnilega helv... gaman í fyrra!!!