Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Klíkuskapur

Þá er það alveg komið á hreint hvar ég verð í sumar. Reyndar á alveg eftir að koma á hreint hvar ég verði að vinna m.a. vegna þess að ég hef hvergi sótt um vinnu. Það er pínu skrítið að maður þurfi að fara að sækja um vinnu e-s staðar þar sem maður hefur engin sambönd. Þetta verður e-ð furðulegt ég vona samt að þetta reddist. Ég verð s.s. í borginni í sumar og ef þið hafið e-r sambönd sem gætu nýst mér í sambandi við vinnu endilega látið mig vita.

Leiðin liggur í bíó á eftir á In the cut. Geggjað langt síðan ég hef farið í bíó sennilega síðast á Old School sem var barra snilld.

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Tæknimaðurinn

Ég er komin með tæknimann sem sér um þessa síðu fyrir mig, ég reyndar skrifa allt þetta bull en tæknimaðurinn minn sér um kommentkerfið. Ég var sem sagt búin að ná að setja það inn en svo réðst tæknimaðurinn inn á síðuna og tók kommenterfið af því henni líkaði ekki við útlitið á síðunni sem ég skil reyndar mjög vel.

Viðbjóður dauðans

Þvílíkt og annað eins ógeð sem þessi síða mín er orðin. En ef við horfum á jákvæðu hliðarnar á þessum viðbjóði þá er hægt að fara að kommentera. Ég veit ekki hvað ég á að gera til að breyta þessu aftur. En meðan ruglið lifir þá lifir þessi síða.

Einn góður djókur í leiðinni. Ég heyrði þennan í gær frá einni sem vildi ekki láta birta nafnið sitt.
Nína blakari hjá þrótti var á leiðinni frá London í flugi og fékk flösku á hausinn og rotaðist. Á þetta að vera hægt spyr ég nú bara???
Ætli sé hægt að tala um að alkar hitti flöskuna á höfuðið eins og hægt er að segja um smiði þegar þeir hitta naglann aldeilis á höfuðið!?

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Liðveisla og læti

Ekki slæm helgin! Allavega langt síðan maður hefur upplifað svona klikkuð fíflalæti. Unnum báða leikina á móti HK 3-0, reyndar voru þetta misgóðir leikir en 6 stig í safnið engu að síður.
Eftir leikinn á laugardeginum hittumst við KA stelpurnar og elduðum við saman og átum taco. Síðan þegar leið á kvöldið komu nokkrir af mínum klikkuðu vinum og Kata sem ég veit ekki alveg hvort ég eigi að kalla vinkonu mína eða að ég sé bara liðveislan hennar. Foreldrar hennar borga mér nefnilega fyrir að nenna að hanga með henni, það er ekki fyrir hvern sem er að ráða við hana. Við fórum svo öll í ölspillet sem vakti mikla lukku og mannskapurinn gerði allt sem hann gat til að svindla. Ég viðurkenni að ég fór 2x að pissa án þess að borga stig fyrir það. Gott að vera gestgjafi og þurfa að fylgja gestunum til dyra.
Síðan lá leiðin á Kaffi-Ak þar sem var dauður stemmari þannig að við Kata ákváðum að kíkja í Sjallann á Stuðmenn. Náðum eftir mikil erfiði að redda okkur frítt inn og 2 bjórum, ekki slæmt það. Eftir Sjallann fórum við í Natten og ég fékk frían hamborgara því e-r gaur var búinn að týna vini sínum sem átti að fá burgerinn þannig að ég bara fékk að snæð’ann. Við Kata vorum mjög sannfærandi þetta kvöld, hún er náttúrulega að verða yfir Landsbankanum og ég fæ 50% af laununum því ég er með hana í liðveislu. Auðtrúa þetta bankafólk. Okkur var svo boðið í eftirpartý á Hótel KEA, glatað lið, e-ð snobbarapakk í jakkafötum með vindla en enga Kúbu vindla heldur e-a mjóa ræfilslega. Við vorum ekki lengi að drulla yfir liðið og drífa okkur út enda klukkan að verða dagur og kominn dagstaxti þannig að ég skilaði Kötu heim. Foreldrar hennar tóku á móti okkur og létu mig fá nokkur búnt af seðlum fyrir aðstoðina og ég fór heim.
Það sem eftir er dags fer svo bara í afslöppun og jafnvel e-ð í námsbækurnar.