Ólétt nunna
Fór í afmæli til Maríu í gær þar sem þemað var grímupartý. Þar sem ég er enn ógift og hef þar afleiðandi ekki stundað kynlíf dróg ég upp nunnubúning og var Systir Karen. Bara flott að sjá ólétta nunnu enda gerist það nú ekki á hverjum degi. Grjóni ætlaði að vera Jesú en gat ekki fengið búning svo hann var grænn loðinn bangsi, bara sætur.
Annars bara allt það besta að frétta. Erum byrjuð á foreldranámskeiði og á morgun fer ég svo í fyrsta tímann í meðgöngujóga. Krílið okkar dafnar vel og er búið að halda sinni kúrfu alla meðgönguna og vona bara að það haldi því áfram.
Annars bara allt það besta að frétta. Erum byrjuð á foreldranámskeiði og á morgun fer ég svo í fyrsta tímann í meðgöngujóga. Krílið okkar dafnar vel og er búið að halda sinni kúrfu alla meðgönguna og vona bara að það haldi því áfram.