Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, júlí 29, 2005

Myndir

Ég var að setja inn nýjan link á myndir sem heitir því einfalda nafni myndir. Ég er búin að henda inn nokkrum myndum frá Mexico og svo bætast ef til vill við fleiri frá öðrum viðburðum :)

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Veðurblíða

Þvílík veðurblíða sem er búin að vera í borginni það sem af er þessari viku. Ég brá mér í Breiðholtslaug bæði á mán og þri og lét fara vel um mig í sólinni og í pottunum. Fer ekki í sund til þess að synda, allavega ekki á svona góðum dögum. Í dag lagðist ég út í garð með morgunmat, blöðin og góða bók og ég hugsa að ég hafi enst úti í tæpa 3 tíma, helv... góð frammistaða. Ég er bara alveg hætt að brenna, spurning hvort ég fái ekki bara húðkrabba í staðinn. Kemur allt í ljós síðar. Ætlum að kíkja út að eta í kvöld þrátt fyrir að það sé alveg brill sprill veður til að grilla, enda grilluðum við líka í gær.

mánudagur, júlí 25, 2005

Nakti nágranninn

Mætti á Eyrina á föstudaginn og við gellurnar tóku eina æfingu fyrir skemmtiatriðið okkar í brúðkaupinu. Þegar æfingunni var lokið kíkti Kata út um gluggan og kallaði svo á okkur, eftir að hafa fylgst með honum ein í 10 mínútur, nauj það er gaur að afklæðast í húsinu á móti. Við rukum út í glugga og ákvaðum að fylgjast aðeins með. Hann virtist vera að velja sér skyrtu, pottþétt að fara á djammið og konan hans kom svo til að hjálpa honum. Svo þegar ég fattaði hver þetta voru ákvað ég að senda konunni hans sms úr Kötu síma sem stóð: Ég myndi frekar velja ljósu skyrtuna heldur en þessa dökku. Um leið og þau fengu sms-ið dróg strákurinn fyrir gluggan hjá sér og stofugluggan líka, hægt og rólega. Ótrúlega fyndið!!!
Á laugardeginum var svo brúðkaup Lóu og Jóhanns sem heppnaðist vel í alla staði. Við vorum mættar allar gellurnar og makar okkar og skemmtum okkur og öðrum mjög vel. Eftir veisluna var svo haldið í þrusupartý til Birnu. Það var sko djammað og ég ætla að leyfa mér að setja link á myndirnar frá bæði Kötu og Birnu. Sumar hverjar eru ekki fyrir viðkvæma!!
http://photos.heremy.com/katalitla/album/89854
http://www.picturetrail.com/gallery/view?p=999&uid=3790629&gid=7828755&
Ég held að þessar myndir gefi fólki ákveðna hugmynd um hvernig djammið fór fram hjá okkur þetta kvöld :) Allavega skemmti ég mér alveg trefilli vel og hugsa að það verði seint hægt að toppa þetta.