Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, október 15, 2004

Dorgveiði

Þá er komið að hinni árlegu dorgveiðikeppni sjávarútvegsdeildarinnar. Við Thelma kepptum í fyrra og vorum með frumlegasta veiðarfærið en þar sem við vorum ekki í sjávarútvegsdeild þá gátum við ekki unnið. Veiðarfærið sem við vorum með var búið til úr spýtum úr Húsó sem við máluðum svo í mjög fallegum litum. T.d. setti ég glimmer á mína veiðistöng og svo settum við úrklippur úr klámblaði á stöngina líka þar sem það voru karlmenn í dómnefnd. Beitan var svo myndir af okkur plastaðar inn og önglar við hverja mynd. Ekki slæm aðferð til að trekkja að fiskana. Þar sem ég er enn bitur yfir því að hafa ekki unnið í fyrra ætla ég ekki að taka þátt í ár en mæti samt á svæðið til að minna á biturleika minn ; )

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home