Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, febrúar 27, 2004

Pokar

Þá er maður staddur í borg óttans og hef sjaldan verið eins óttalaus. Er búin að rúnta á milli staða og sækja um vinnu, vona bara að ég fái e-ð að gera.
Hér í borginni gengur fólk með bónuspoka með eggjum og fleiru ætilegu í meðan fólkið í sveitunum gengur með heypoka sem er síður ætilegt, allavega fyrir okkur mannfólkið. Ekki nema vona að það kom upp umræða um landsbyggðarflóttan og ég tala nú ekki um þegar fólk flutti á mölina hér í den.
Best að drífa sig í veraHvergi og næla sér í bónusheypoka......

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Axlapúðar

Þá er komið á hreint í hverju ég verð á árshátíðinni, keypti mér líka þennan fína kjól í gær. Thelma fann líka á sig kjól og það var líka svona glæsilegur jakki sem fylgdi með og ekki má gleyma axlapúðunum. Ég mana hana til að mæta í jakkanum líka, þetta var svona stuttur jakki sem er of asnalegur til þess að þykja flottur. Þið vitið að asnalegir hlutir geta verið flottir bara fyrir það hversu asnalegir þeir eru, en þessi jakki nær því aldrei. Sorry Thelma en ég veit að þú ert sammála mér.
Í gær var svo öskudagur sem fór sennilega ekki framhjá neinum. Við stelpurnar í bekknum mættum í búningum, misgóðum reyndar, og sungum í mötuneytinu og fengum nammipoka fyrir, alltaf gaman á öskudeginum.
Ég er að fara suður á morgunn og ætla að vera yfir helgina, hefði reyndar viljað vera alla næstu viku en þar sem þróttaraplebbarnir "gátu ekki" keppt síðustu helgi get ég ekki verið nema yfir helgina því við verðum að æfa grimmt næstu viku til að taka þær í ......... á fimmtudaginn og föstudaginn eftir viku. Ég er alveg farin að sjá það að þessar íþróttir eru ekkert nema böl.

mánudagur, febrúar 23, 2004

Bolla bolla

Dagurinn byrjaði mjög erfiðlega þar sem það var mjög erfitt að vakna. Mætti aðeins of seint í skólann til að safna kröftum fyrir bollubakstur og dans. Skóladagurinn fór s.s. í það að baka bollur, bolluát, slökun og dans. Ansi líflegur tími eins og þeir eru alltaf hjá henni Ebbu. Þannig að núna er maður útþanin af bollum og á leiðinni heim til að þenja sig enn meira á bollum. Ekki nema tæpar 2 vikur í árshátíð og 2 vikur til að gera sig smá fit. Ef það er ekki nægur tími þá verður bara að hafa það. Var að máta kjóla í gær því ég veit ekkert í hverju ég á að vera. Ef e-r telur sig eiga kjól við mitt hæfi og minn vöxt má hún (sennilega eru ekki margir karlar sem eiga kjól) endilega láta mig vita.