Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, september 06, 2006

Æfingar

Emil þjálfari ætlar greinilega að hafa okkur í góðu formi í vetur þar sem hann pínir okkur áfram í lyftingum og sendir okkur svo á blakæfingu á eftir. Mikið var nú gaman að komast aðeins í innanhúss blak í gær. Það er svo allt öðruvísi heldur en að spila úti maður ræður e-n veginn betur við allt, t.d. er enginn vindur inni.

Spennandi að vita hvort Magni komist áfram í úrslitin. Hann er búinn að standa sig þrusu vel og þjóðin hefur stutt hann helling. Ótrúleg þessi þjóð, ekki sama hvað það er.... Spurning hvort við verðum búin að gleyma velgengni hans viku eftir að ævintýrið er búið eins og t.d. með samráð olíufélaganna og fleiri hneyksli sem ég er búin að gleyma því ég mundi þau bara í viku ;)

mánudagur, september 04, 2006

Menningin

Við hjónaleysin ætlum okkur að vera mjög menningarleg og drífa okkur í leikhús allavega 3 x í haust/vetur. Keyptum okkur leikhúsþrennu, Mein Kampf, Lífisins dagar (minnir að það heitir það) og eina sýningu að eigin vali. Bara snilld og á klínk....

Helgin var mjög róleg. Birna kom í heimsókn í borgina og Líney og Fjóla kíktu í heimsókn á fös. Á laugardagskvöld vorum við að passa frænku mína sem var bara ansi þæg og sunnudagurinn fór í baðið. Allt að gerast á baðinu hjá okkur. Erum búin að setja flísar á gólfið (reyndar gerði tengdapabbi það) þannig að það styttist í að maður fari að komast í bað.

Skólinn byrjar svo á föstudaginn!