Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, september 23, 2006

Laugardagsmorgun

Það er frekar erfitt að vakna á laugardagsmorgni kl.8 til að fara í skólann kl.9. Úfff.... veit ekki alveg hvað ég var að koma mér í, vona að ég geti notað hugræna atferlismeðferð á sjálfa mig. Þetta nám er mjög spennandi en reyndar miklu miklu meira en ég og allir sem skráðu sig í það bjuggust við. Það er metið sem 21 eining og er eitt ár og svo er maður í fullri vinnu og blaki. Kannski maður verði bara að leggja skóna á hillina í vetur ef maður ætlar að halda geðheilsu.

Næsta helgi verður ansi spennó.... þá er ráðstefna hjá Iðjuþjálfafélaginu og flestar úr bekknum ætla að mæta. Gaman að hitta þær þar sem ég hef ekki séð sumar síðan á útskriftinni. Ráðstefnan endar svo með GALA dinner á laugardagskvöldinu. Á e-r kjól handa mér??