Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Piss

Fór með bílinn á verkstæði til að láta laga rúðupissið. Ég beið á meðan það var verið að gera við því þetta átti ekki að taka nema 15-30 mín. Á meðan það var verið að laga pissið kom eigandi verkstæðinsins til mín og spurði hvort ég væri ekki hjá MS-félaginu. Ég sagði nei en ég var þar einu sinni í verknámi og þá sagði hann já varst þú ekki líka að leysa af skúringarnar þar? Jú sagði ég hvernig veist þú þetta allt saman. Jú þú varst að skúra fyrir konuna mína þannig að þú færð skúringarafslátt : ) Ekki slæmt það og kallinn gaf mér 2000 kall í afslátt. Góðir gaurar á Nesinu!!
En talandi um nes þá erum við að fara að keppa á Nesó um helgina, á fös og lau. Á laugardagskvöldið ætlum við Grjóni svo að drífa okkur í leikhús að sjá Himnaríki í Hafnafirðinum. Við eigum reyndar eftir að panta miða en það hlýtur e-ð að vera laust ennþá.
Góða helgi gott fólk!!

mánudagur, október 31, 2005

Klikkað lið

Siminn hringdi á sunnudagsmorguninn kl. 04.30 og ég svaraði auðvita þar sem ég sá að þetta var nú einn af mínum frændum. Kem með smá úr samtalinu
Frændi: Karen, ertu ekki vakandi?
Ég: Jú auðvita er ég vakandi en ég var sofandi áður en þú hringdir
F: Nú ertu ekki að fara að fá þér egg og beikon?
É: Nei!
F: Ég er að fara að fá mér egg og beikon
É: Já flott hjá þér ætli ég fái mér ekki bara cheerios þegar ég fer á fætur
F: Karen ætti ég ekki bara að fara heim að sofa?
É: Þú ræður því
F: Kemur ekki Kata klikk inn
É: já ég heyrði í henni

Greinilega mikil stemning hjá fólkinu í Sveitta Natten