Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, nóvember 18, 2005

Leikir um helgina

Þá er komið að því að keppa við gamla félagið sitt KA. Það gæti orðið svolítið furðulegt að keppa á móti liðinu sem maður er búinn að spila með í 10 ár. En það mun koma í ljós í kvöld og á morgun. Fyrri leikurinn er í Digranesi kl.19.30 og seinni leikurinn í Salaskóla kl.14. Endilega komið og kíkið á leikina.

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Hland í dollu

Unnum Þróttarana 3-2 í gær, hefðum nú að mínu mati alveg átt að vinna þær 3-0 en e-ð klikkaði hjá okkur. Eftir leikinn voru svo sendir 2 leikmenn úr hvoru liði í lyfjapróf, ég og Jóhanna frá HK og Lilja og Anna úr þrótti. Við vorum sendar inn í klefa með fullt af drykkjum frá Egils. Ég drakk 3 malt í gleri og líter af kristal á no time. Gat ekki drukkið meira þar sem ég var að sprynga, södd eftir allt maltið. Þar sem ég fór í lyfjapróf fyrir 2 árum vissi ég að þetta myndi taka langan tíma og að það borgaði sig að safna í böðruna því maður þarf að pissa 75 ml sem er nú slatti fyrir ekki stærri blöðru en mína. En ég náði að bæta tímann frá því síðast sem voru ca 2 tímar en í gær tók þetta ekki nema 50 mín, þökk sé öllu maltinu. Í dag lít ég vel út, er með hraustlegt útlit og bætta meltingu ; )

mánudagur, nóvember 14, 2005

Menning

Þvílíka stuðið sem var á Snúlla á laugardaginn. Þar var allt eldra fólkið blindfullt meðan unga fólkið skemmti sér konunglega. Alltaf verið að tuða um það að þetta unga fólk í dag kunni ekki að skemmta sér drekki of mikið og valdi vandræðum. Þið hefðuð þá átt að sjá þetta eldra fólk sem veltst um á dansgólfinu. Stígvélin sem ég keypti mér komu sér vel á dansgólfinu, enda támjó svo ef e-r ellismellur var fyrir fauk eitt hökk í afturendann og hann sást ekki meira það kvöldið ; )
Á sunnudeginum var okkur Grjóna boðið í leikhús á Íslenska dansflokkinn. Þílíkt flott og fjölbreytt sýning hjá þeim og liprir dansarar, heyrðist varla í þeim. Við erum að verða svo menningarleg, erum búin að fara í leikhús tvær helgar í röð ég veit bara ekki hvar þetta endar.

Ætla að minna á HK-Þróttur RVK á morgun kl.20.30 í Salaskóla. Endilega kíkið á okkur!!