Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, mars 29, 2006

Myndir

Það eru komnar inn myndir af árshátíðinni og leikjunum um helgina. Slóðin er: http://sje.ljosmyndun.is/main.php?g2_view=core.ShowItem&g2_itemId=3044

mánudagur, mars 27, 2006

Helgin

Þvílík þrusu helgi að baki.
Leikurinn á föstudaginn var ömurlegur en laugardagsleikurinn var bara snilld og rosa stemning. Fékk meira að segja að spila miðju í tveimur hrinum og stóð mig svona skratti vel, lýsis smössin hver á fætur öðru ;) Eftir leikinn var svo sturta og græjað sig fyrir partýið hjá Birnu. Fór heim til Maríu sem var öll að klára kjólinn minn og byrjaði aðeins að græja mig þar. Síðan mættum við dálítið seint í partýið til Birnu. Þar héldu græingarnar áfram og við tók Sally Hansen á leggina, blátt í hárið, glimmer á skrokkinn og blár augnskuggi, glimmer og augnblýantur í smettið. Útkoman var bara snilld en tók líka sinn tíma. Drifum okkur svo á árshátíðina og við mættum ekki nema 30 mín eftir að borðhaldið byrjaði. Dónar... en samt svo sætar að okkur var fyrirgefið. Þegar leið á árshátíðina hófst mikið drama en ég var alveg róleg í því og aldrei þessu vant þá reif ég mig ekki neitt. Dreif mig svo niður í bæ með þjálfara þróttar nes og hans x. Kíktum á celtc, kofann og enduðum svo á pravda sem ég var eiginlega búin að lofa sjálfri mér að fara aldrei aftur á. Það var samt alveg fínt og enn skemmtilegra þegar liðið af árshátíðinni lét loksins sjá sig og bjargaði mér. Ég tók svo fullt af myndum sem mér tekst vonandi e-n tímann að setja inn á síðuna. Því myndir eiga það til að segja meira en flest orð. En allavega þá var þetta þrusu gaman og ég hef verið þynnri eftir svona árshátíð.